Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

1.apríl 1985

Mig langar að deila með ykkur smá sögu af mér og einni vinkonu minni.  Hún átti sér stað þann 1.apríl 1985 en þá vorum við á 11. ári. 

Við vorum úti að leika okkur og úti var gott veður í minningunni.  Svolítill vindur kannski en þurrt.  Það var búið að vera þurrt veður í þó nokkurn tíma.  Við vorum að leika okkur á bak við hús heima hjá vinkonu minni á Eyrarbakka, æskuslóðunum.  Við ákváðum að fara í indíánaleik Happy  Á bakvið húsið hennar var stórt tún sem nágranni hennar átti og var vanur að hafa kindurnar sínar á.  Við ákváðum að fara þangað í indíánaleikinn og náðum okkur í fullt af steinum sem við röðuðum í hring.  Svo settumst við í indíánastellingu eins og sönnum INDÍÁNUM sæmir og ætluðum að kveikja varðeld.  Sem við og gerðum.  En það hefðum við ekki átt að gera Errm  Því med det samme braust eldurinn út fyrir steinana og út fyrir girðingu, framhjá dúfukofa bræðra hennar, framhjá bílskúrnum og alla leið heim að húsinu hennar.  Vá hvað þetta var fljótt að gerast Frown  Við urðum skíthræddar og hlupum upp í eldhús heima hjá henni og þar sat annar bræðranna að lesa DV.  Við reyndum að fá hann til að kíkja út um gluggann og sögðum honum að það væri kveiknað í úti en hann átti nú bágt með að trúa því þar sem var jú 1. APRÍL Devil  En jú það tókst að lokum og hann hentist út og við á eftir, LOGANDI hræddar.  Við stukkum af stað til að ná í pabba vinkonunnar og fleira fólk til að hjálpa okkur við að slökkva eldinn því hann breiddist hratt út.  Ég man að afi einnar vinkonu okkar sá okkur og sagði að það væri réttast að flengja okkur Blush  Við urðum svo hræddar á meðan allt liðið var að berja eldinn með kartöflupokum að við lokuðum okkur inni í herberginu hennar og grenjuðum Frown

Dúfunum varð ekki meint af og það náðist að slökkva eldinn áður en hann náði í eitthvað MJÖG eldfimt en það þarf varla að taka það fram að við fiktuðum ekki með eld eftir þetta Crying  Jaaaa fyrr en lööööngu seinna Whistling


« Fyrri síða

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 123805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband