2.5.2006 | 18:23
Vinna vinna vinna...
Jæja þá er ég byrjuð að vinna aftur og er það þvílík gleði og það var vel tekið á móti mér í morgun. Já já Svava tók á móti mér með rós og allir buðu mig velkomna aftur. Gott að finna að mín hefur verið saknað því ég hef saknað þess líka að hafa verið í vinnunni. Sérstaklega núna eftir áramótin þegar heilsunni hefur farið svona mikið fram og orkan kemur á ný. Frábært alveg.
Við Sigrún fórum í hjólabæ áðan og völdum handa henni hjól. Fjólublátt með stjörnum á og svo fékk hún bleikar grifflur og barbie bjöllu og allt. Hún á Baby born körfu sem við skellum svo bara á hjólið. En hún hefur svo annað hjól til að hjóla á inni í fjósi. Þannig að hún verður væntanlega orðinn mikill hjólagarpur eftir sumarið
En Sigrún er alltaf að horfa á Ávaxtakörfuna og Bangsímon þessa dagana (það sem hún fékk í afmælisgjöf) og nú vella brandararnir út úr henni. Einn er svona úr Ávaxtakörfunni: Sagðirðu ber... ertu kannski allsber? ha ha ha. Annar svona: Bananasplitt. Ef þú rennur á bananahýði ferðu í svona splitt... ba na na splitt. Svo hlær hún mannamest. Ótrúlega fyndið alveg.
Best að fara að huga að súpunni. Er að elda þessa dýrindis grænmetissúpu, ummm.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með að vera farin að vinna aftur, ég skil þig svo vel að vera ánægð með að vera komin aftur á meðal fólks:) Og hún Sigrún á nú ekki langt að sækja húmorinn:) Það styttist í að þú getir farið að sýna henni gömlu áramótaskaupin hahahaha
Kv. Bogga
Sigurborg (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 22:49
Hæ dúllan og til hamingju með að vera byrjuð að vinna aftur, það er stór áfangi :-) Var annars að spá í að kíkja í kaffi eitthvert kvöldið í næstu viku, hvað segirðu um það kelli mín?
heyrumst
kv.Sandra Dís
Sandra Dís (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 09:48
Það er frábært að vera búin að fá þig í húsið aftur, Bestu kveðjur, nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 10:24
Frábært að vera farin að vinna á ný, já það er alveg rétt að dóttir þín á ekki langt að sækja húmorinn :)
Anna Kristín (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 11:09
Hæ hæ og til hamingju með að vera farin að vinna og til hamingju með litlu snúlluna þína. Þetta er stór áfangi að vera farin að vinna aftur. Nú er það bara beina brautin. Bestu kveðjur úr sveitinni. Íris
Íris Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 12:07
hæ hæ - flott nýja síðan þín! og til hamingju með að vera byrjuð að vinna aftur. efast ekki um ágæti þeirrar tilfinningar :) rosalega er dóttir ykkar mikið krútt! kkv. maría erla
maría erla (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 13:29
Til hamingju Rannveig mín!! Bjartir tímar framundan með hækkandi sól :-)
Knús í kotið þitt, Gunnur
Gunnur Hjálmsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.