Kúadella hvað, oj oj oj

Má til með að skella inn nokkrum myndum af því sem kallinn minn var að brasa við í vikunni.  Agalega skemmtilegt djobb... og lyktar svona líka vel Tounge  Kúadella  Hér er verið að bjarga kúm frá drukknun í sínum eigin skít!

Kúm bjargað  Spennandi að kafa þarna.  Litla greyið  Þær komu upp heilar á húfi greyin.

En hér gengur lífið annars bara vel.  Jólaundirbúningur á fullu IMG_2556  og húsmóðirin þurrkar af og þrífur  ... allt fyrir mig (syngur Stebbi Errm)  á milli þess sem hún spjallar á msn og föndrar jólakortin.  Mér finnst svo gaman að föndra kortin að ég gef mér ekki tíma í að setjast niður og skrifa í þau Halo  Þannig að þið vitið þá ástæðuna fyrir því ef þið fáið ekki jólakort frá okkur í ár. 

Prinsessan er sofnuð og hefur ekki sofnað svona snemma í laaaangan tíma.  Það er aðeins hægt að nota jólasveinana núna sem ástæðu fyrir því að fara snemma upp í rúm því ekki vill hún að sveinarnir fari framhjá án þess að stoppa.  Hún hefur nú verið mis-ánægð með gjafirnar frá sveinka.  Frá Stekkjastaur fékk hún þessa líka fínu jólaenglanælu með ljósi sem blikkar og allt Smile  mamman voða glöð.  En skvísan sagðist bara ekkert þurfa svona ljós.  "Mamma sérðu ekki að það er fullt af ljósum hérna" sagði hún og benti á jólaseríuna sem hangir í herberginu hennar Pouty  Já það getur verið erfitt að gera öllum til hæfis, hmmmm!

Jólakveðja R


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ferð vonandi varlega þarna í fjósinu, svo Stebbi þurfi ekki að kafa eftir þér í skítnum

Aðventuknús til ykkar í sveitinni

Gunnur (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 12:24

2 identicon

Jæja væna mín föndraðu ekki yfir þig í jólakortagerðinni, ég vil ekki lenda í því sama og í fyrra að fá ekkert kort frá ykkur :()

Anna Kristín (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 09:44

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Jiiiii Anna mín.  Ertu ekki að grínast????   Nei það gerist sko ekki í ár.  Er núna búin að skrifa á þau öll.  Náði því á laugardaginn

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 18.12.2006 kl. 09:56

4 identicon

Gott að heyra að jólaundirbúningurinn er á full swing í sveitinni. Hrikalegt með beljugreyin. Allt mögulegt sem björgunarsveitin lendir í greinilega. Hafið það sem allra, allra best í lokahnykknum fyrir jólin, kv. Nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 11:59

5 identicon

Hæ Eskan mín,

og takk fyrir jólakortið Þú hefur allavega náð að skrifa á kort í tíma til að senda til DK... annað en hér á bæ Er svo busy í skólanum að ég hef barasta ekki náð neinu í ár hélt alltaf að það væri svo gott jólafrí þegar maður væri í skóla!!! en nei að sjálfsögðu ekki þegar ég er í skóla.... í ár er í fyrsta skipti sem 1 árs nemendur þurfa að skila svona mörgum verkefnum fyrir jól og fara í próf 2 jan buhu hvað ég á bátt en ég fer semsagt í jólafrí kl. 14.30 á föstudaginn!!! bara soldið langorðuð afsökun fyrir að vera ekki búin að senda nein jólakort í ár var sosum búin að kaupa kort, eftir að ég sá fram á að ég næði ekki að búa nein til hver veit nema þið bara fáið áramóta kort í staðinn!!!

Held ég hætti þessu bulli og sjálfsvorkun 

Knús og jólakveðjur frá okkur öllum til ykkar allra!!

Þóra 

Þóra (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 07:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband