6.12.2006 | 18:43
Engin aðgerð...
Það var nú ekkert stungið á augun í dag Skurðlæknirinn sagði að táragöngin mín væru hreinlega bara ónýt og það eina sem hann gæti boðið mér upp á væri að gera viðameiri aðgerð sem krefst svæfingar og innlagnar í um 2 daga á LSH. Þá þarf að setja í mig einhvers konar glerkubb og tengja svo gerfitáragöng við hann þannig að tárin leki rétta leið. Hann sagði að um 50-60% þeirra sem færu í þetta yrðu yfir sig ánægðir með þetta en það væru líkur á að ég fyndi alltaf fyrir þrýstingi á milli augnanna (þar sem kubburinn mun verða settur) því þetta er jú aðskotahlutur. Hins vegar miklar líkur á að þetta lagist að fullu. Ég spurði hann bara hvenær ég ætti að mæta En þetta er víst ekki alveg svona einfalt. Það er víst BRJÁLAÐ að gera hjá honum svo að ég kemst ekki að fyrr en í fyrsta lagi í febrúar eða mars. En það verður sjálfsagt þess virði að bíða....
Svo fór ég í beinaskanna í gær út af bakverkjunum sem ég hef fundið fyrir. Ég fékk niðurstöðuna í dag og það bendir ekkert til þess að um meinvörp séu að ræða þannig að það er mikill léttir. Hins vegar eru slit í beinunum sem sást í skannanum en til að kanna beinin betur þarf ég að fara í beinþéttnimælingu. Ef það kemur í ljós að um beinþynningu sé að ræða hjá mér þarf ég að fá lyf við því sem er gefið í æð á göngudeildinni. Einhvers konar uppbyggingarlyf fyrir beinin. Töflurnar sem ég er á (Aromasin) geta sem sagt valdið beinþynningu.
Já það er margt í þessu. Engin lyf eru aukaverkanalaus þannig að það er alltaf eitthvað sem tekur við af öðru. Og af því að ein lyfin geta valdið beinþynningu þarf annað að koma á móti til að reyna að hindra hana... Æ það verður bara gott þegar þessi 5 ár verða liðin og ég laus við öll lyf... (Krossa fingur). Eða það er allavega takmarkið.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að heyra frá þér, dúllan mín! Þú stendur þig alltaf eins og hetja, þrátt fyrir það sem gengur á hjá þér! Alveg ótrúlega flott, laang flottust!
Biðjum að heilsa í sveitina:) Kær kveðja, frá Þórlaugu og Kidda
Þórlaug Þorfinns (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 22:07
Já, vonandi færðu bara sem fyrst á nýju ári að komast í þessa aðgerð, það er örugglega tilvinnandi. Sem betur fer eru til lyf við beinþynningu, en þetta er oft ansi flókið, eitt tekur við af öðru. En þú ert nú samt hetja í þessu öllu saman, bestu kveðjur frá nöfnu þinni í Árbæ.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 15:18
Það er alveg ótrúlegt hve mikið er lagt á suma en þú ferð í gegnum þetta allt með nokkuð gott bros á vör sem er aðdáunarvert
Anna Kristín (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 19:58
Hæ eskan,
Bara smá kvedja frá Køben, alltaf gott ad lesa færslurnar thínar, ótrúlegt hvad thú ert mikil hetja í thessu øllu saman! Vonandi tharftu ekki ad bída í of marga mánudi eftir ad komast í thessa adgerd
Er ekki jólaskapid á hápunkti thessa dagana? Hér er ég ad berjast vid ad komast í jólaskap, en madur er ekki alveg ad fatta ad thad sé svona stutt í jólin thegar thad er 10 stiga hiti og ýmist sól eda rigning vangefid vedurfar!!!
Jæja elskan mín ég bid kærlega ad heilsa øllum og vona ad thid hafid thad gott
Knús og kossar
Thora
Thora (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.