5.12.2006 | 22:27
Alvöru kvennaferð
Jæja er nú komin heim úr þessari líka bráðskemmtilegu kvennaferð til Heidelberg í Þýskalandi. Við þrömmuðum göngugötuna nokkrum sinnum... sem er 1,6 km. að lengd takk fyrir. Vinsælasti drykkur ferðarinnar var án efa hið þýska Glühwein sem er heitt jólaglögg og var hægt að bæta það með rommi eða einhverju álíka spennandi. Ofsa gott á röltinu á milli jólabásanna. Maður kaupir sér glögg í könnu og getur svo skilað könnunni og fengið þá hluta af peningnum til baka. Okkur fannst nú ekki taka því. Við vildum auðvitað eiga allar könnurnar og takmarkið hjá okkur var að safna í 12 manna könnusett Það má engu muna en að það hafi tekist. Jóladótið var svo ekkert smá flott. Ég hef nú aldrei á ævi minni séð jafn mikið úrval af fallegu jólaskrauti. VÁ.
Snjóboltarnir klikkuðu heldur ekki. Þeir eru MUN stærri en mig hafði órað fyrir. Ekki séns fyrir eina manneskju að torga einum bolta í einu og sömu máltíðinni... ja maður þarf þá að vera mikið svangur. Bratwurst var líka etið af mikilli lyst og list ... eða þannig. Sumar pylsurnar voru nú lengri en augað eygði svei mér þá. Fórum líka að skoða kastalarústir efst uppi í borginni. Þaðan var náttúrulega ótrúlega flott útsýni yfir borgina. Inni í kastalanum var svo þetta líka ferlíki sem var einu sinni bjórtunna. Tekur litla 222.000 lítra. Við náðum nú ekki að klára úr henni
Svo fórum við í Rothenburg ob der Tauber sem er 12.000 manna bær og er frá miðöldum. Þar voru svakalega flottar jólabúðir og stór jólamarkaður í litlum básum út um allt. Í Rothenburg minntu húsin nú bara á gömlu Playmo húsin hans Bjögga bróður hennar Svövu sem við lékum okkur svo mikið með í denn En þetta var sem sagt frábærlega vel heppnuð ferð og bráðskemmtilegir ferðafélagar
Ég er að fara á morgun að láta stinga á augun aftur. Það á að reyna að opna táragöngin aftur... spurning hvort ég lagist eitthvað af þessu táraflóði sem ég er orðin aaaaansi leið á So wish me luck beibs. Förum svo á jólahlaðborð á Geysi á laugardaginn með vinnunni.
Þangað til næst. Yfir og út!
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ eskan
Trúi alveg að þetta hafi verið skemmtileg ferð, fór í eina svipaða fyrir jólin í fyrra, fór með saumaklúbbnum til Lubeck þar er líka frægur jólamarkaður! það var reyndar bara dagsferð, enda soldið styttra fyrir okkur að fara En hefði nú sossum alveg verið til í að vera soldið lengur En gott að þú skemmtir þér vel...
Vona að það gangi vel að stinga á táragöngin svo þú getir varið að hætta þessu tárastandi Já og góða skemmtun á laugard. ég er einmitt að fara á julefrokost á föstudagskvöldið og svo á jólaball með stelpurnar á laugadagsmorgun
Knús frá Köben Þóra
Þóra (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 07:06
Velkomin heim!
Greinilega vel heppnuð ferð, hef komið nokkrum sinnum til Heidelberg og það er alveg einstaklega falleg borg. Ég get vel ímyndað mér að það sé stemming þar svona fyrir jólin.
Bestu kveðjur úr höfuðborginni
Sigga
Sigríður Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.