Augnaðgerð enn á ný

Mér finnst ég ekki skrifa annað hérna inn en að ég sé að fara í augnaðgerð Blush  Kannski ekki svo skrítið þar sem sú sjötta var gerð í gær.  Hún tókst vel skilst mér en hér sit ég gjörsamlega að kafna úr kvefi og er svo stífluð að augun fyllast af tárum sem ná ekki að renna rétta leið Pouty  Þannig að það er eins gott að ég á ársbyrgðir af bréfi sem ég vonaðist nú til að þurfa ekki að grípa til aftur.  En svona er lífið.  Fullt af óvissuþáttum Shocking  Bóndinn kemur heim í hádeginu með stíflulosandi handa mér og þá á ég við til að losa stíflu Í NEFI Tounge

Starfsdagur í vinnunni hjá mér á föstudaginn og einnig í Flóaskóla sem og námsmatsviðtöl á mánudaginn þar.  Þetta þýðir að Sigrún verður ekki í skólanum á föstudaginn og næsta mánudag og ég veit hreinlega ekkert hvað ég á að gera við hana.  Skólavistun er nefninlega líka lokuð þessa daga Errm  Hvað gerir fólk við börnin sín þessa daga?  Ég veit reyndar að í stærri sveitarfélögunum er skólavistun í boði þá daga sem kennarar eru ekki við kennslu en það virðist ekki vera hægt í okkar litla hreppi. 

Nenni ekki að reyna að "redda" öllu þessa dagana!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér á Selfossi býðst eingin skólavistun þegar er þetta vetrar frí er og ég veit að ein mamman spurði hvað hún ætti að gera við börnin sín í þessu vetrar frí og þá var henni sagt að njóta þess að vera í vetrarfrí með börnunum svo þá er bara að allir taki saman höndum og loka öllu vegna vetrarfrís?  En ég er í frí fram til klukkan þrjú á föstudaginn, vaktavinnan hefur smá kosti!

Kv Kolla

Kolla (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 18:08

2 identicon

Það er einmitt vetrarfrí á föstudag og mánudag hjá okkur og ég á starfsdegi allan daginn á föstudaginn, og skólavistunin lokuð. Þá kemur sér vel að eldri systkinin geta passað. Á fimmtudaginn eru svo foreldraviðtöl en þá getur Sævar verið í skólavistuninni.  Kv. Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:35

3 identicon

Hæ Rannveig.

Vonadni hefur aðgerðin tekist vel núna.

Ef þú ert í vandræðum með Sigrúnu á mánudagin þá getur hún komið til mín, verð heima í verkefni.

Verðum í bandi

kv Lóa

Lóa (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 10:25

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Takk fyrir það Lóa.  Ég held ég taki þig bara á orðinu   Mamma og pabbi ætla að redda morgundeginum fyrir okkur svo að sú stutta verður ánægð með að fá að vera til skiptis hjá ykkur í "dekri"

Verðum í bandi, kv. R

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 23.10.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband