21.9.2008 | 19:18
Afhjúpun minnisvarðans í Timburhól
Við fjölskyldan vorum viðstödd afhjúpun minnisvarðans um hjónin í Vorsabæ þau Stefán Jasonarson og Guðfinnu Guðmundsdóttur í dag við Timburhól. Þetta er hinn myndarlegasti minnisvarði sem listakonan Sigga á Grund gerði og það má með sanni segja að henni hefur tekist vel til. Á þessari mynd eru systkinin með listakonunni, formanni umf. Samygðar, gjaldkera og formanni minnisvarðanefndar. Systkinin frá Vorsabæ buðu svo í kaffi á eftir í Félagslundi þar sem borðin svignuðu undan kræsingum kvenfélagskvenna úr Gaulverjabæjarhreppi hinum forna. Athöfnin fór öll vel fram og "veðurguðirnir" voru okkur nokkuð hliðhollir í Timburhól því þegar við vorum á leiðinni í Félagslund fór að rigna og hefur ekki stytt upp síðan
Við Sigrún tókum nokkrar myndir í dag sem ég læt fylgja hér með
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var svo sannarlega skemmtilegur dagur. Það var ótrúlegt að rigningin skyldi halda sér til hlés á meðan á afhjúpuninni stóð, eins og einhver væri að stýra því. Minnisvarðinn og umhverfi hans er stórglæsilegt og svo mikið í anda afa og ömmu. Kv. Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 20:31
kvittiknús...;o)
Þóra Hvanndal, 24.9.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.