29.8.2008 | 11:43
Þegar vindáttin breytist reisa sumir sér skjólveggi en aðrir byggja sér vindmyllur!
Þetta spakmæli er kínverskt og þegar ég var í krabbameinsmeðferðinni (vikulegu lyfjagjöfunum í 11 vikur) þá fórum við Stebbi á námskeið sem heitir "að lifa með krabbamein." Í lok hvers tíma fengum við alltaf einhver góð spakmæli sem er ágætt að hafa til hliðsjónar þegar erfiðleikar steðja að.
Ég var að fletta möppunni með öllum efniviðnum sem við fengum á námskeiðinu og vá þvílkt safn af alls kyns fróðleik. Það var ekki séns fyrir mig að lesa þetta allt saman á þeim tíma sem við vorum þarna því þegar líða tók á námskeiðið leið mér orðið svo illa að ég gat varla mætt í tímana. Eins og einhverjir lesendur hér muna kannski þá var mér orðið ansi óglatt í lokin ásamt því að vera með munnangur eða sár um allan munn þannig að erfitt var fyrir mig að borða og þrekið var hreinlega ekki neitt Mér finnst pínu erfitt að rifja þennan tíma upp núna enda margt vatn runnið til sjávar síðan.
Í lyfjagjöfunum kynntist ég mörgu góðu fólki, bæði hjúkrunarfólki, læknum og svo þónokkrum sjúklingum. Mig langar að skrifa svo margt hér en læt það vera því það eru margir sjúklingarnir horfnir á braut og mér finnst hvert áfallið á fætur öðru hafa komið upp á þessum rúmum þremur árum sem er liðið síðan ég greindist. Ég sit hér með tárin í augunum og rifja þetta upp en einmitt ein ágætis kona sem ég kynntist á göngudeildinni kom í viðtali í Vikunni í okt.2005 og í því viðtali var hún svo glöð að vera búin í lyfjagjöf og hélt hún ætti lífið framundan. Þegar þetta blað kom svo út þá sat hún með það í næstu lyfjagjöf því hún hafði greinst aftur Og nú er hún látin blessunin. Svo sorglegt og ósanngjarnt!
Munum að lifa í núinu og njóta hvers dags því enginn veit hvað gerist á morgun.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst nú ekki skrítið að þessi upprifjun sé dáldið tregablandin elsku Rannveig mín. Núið er bjart og við skulum einmitt njóta þess eins og þú segir, ekki velta sér upp úr því sem gæti orðið........
En annað: Allir lesendur síðunnar eiga að kíkja á www.arborg.is og skoða sætu mæðgurnar Sigrúnu og Rannveigu taka við verðlaunum fyrir nafnið á nýja leikskólanum
Sandra Dís (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:25
Já munum eftir því góða og að lífið gæti verið verra er þakki?!
Já erum við ekki bara flottar hehe?
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 29.8.2008 kl. 13:35
Gaman að kíkja á þig;) Bestu kveðjur, Erla Guðfinna
Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 13:49
Elsku Rannveig!
Það er góð lífsspeki að lifa eftir , að njóta líðandi stundar. Þitt jákvæða lundarfar hefur án efa hjálpað þér mikið í þessari baráttu. Haltu áfram að vera þú sjálf .
Þín Ko- Kolla.
AnnaKolla (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 23:55
Blessuð og sæl. Kaffi er farið að kólna þú manst (vonandi )við vorum bara hálfnaðar á trúnó var þakki ... Ég er sammála Kollu frænku þinni ... Þú hefur verið algjör hetja í gegnum þetta allt.. kveðja Erla sem bíður með kaffið góða kannski ég verði bara hafa eitthvað útí því... spurning
Erla (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:04
Já Rannveig mín sammála þér njótum líðandi stundar! Þú hetjan mín ert frábær og húmorinn snilld
Gaman að sjá ykkur mæðgur á Árborgarsíðunni að taka við verðlaunum, til hamingju, svo sæt mynd af ykkur.
Sjáumst bráðlega Knús Svava
svava (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 20:39
Elsku vinkona....já, maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér, þess vegna er um að gera að njóta hvers dags! Þú fékkst mig til að tárast yfir þessari færslu, enda komin alveg frá hjartanu. Þú ert búin að standa þig eins og hetja elsku kellingin þennan tíma. Og ég veit að það mun ganga vel áfram hjá þér, það er ekki spurning. Um að gera að hugsa jákvætt og hafa húmorinn í lagi áfram, eins og þér einni er lagið! Mundu að mér þykir endalaust vænt um þig, elsku vinkona Bestu kveðjur í sveitina!
p.s. til hamingju með verðlaunin! Sá myndina í blaðinu.....þið eruð sannarlega flottar mæðgurnar!
Þórlaug (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 21:29
Elsku Rannveig mín,
Það er alveg aðdáunarvert hvernig þú tókst á við veikindin þín, um leið og þú varst komin yfir mesta sjokkið, varstu staðráðin í að berjast og takast á við þetta af jákvæðum hug. En mikið skil ég að þér hafi stundum liðið illa líkamlega og andlega hafi það verið rosalega erfitt að horfa á eftir stelpum, í sömu sporum og þú, sem náðu ekki að yfirbuga krabbameinið.
En ég hef fulla trú á að þú vinnir þetta stríð þegar uppi er staðið af því að þú ert svo mikil hetja:)
Knúúúús á þig darling
Kv.Bogga
Bogga (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.