23.11.2006 | 17:20
Vika í brottför
Við hittumst í gær nokkrar Bakkaskvísur og borðuðum saman í Rauða Húsinu á Eyrarbakka. Það er alltaf jafn gaman að hitta þær kellurnar. Mikið rifjað upp... mikið djöfull er þetta lítill ísskápur .... Djöfull brá mér annars þegar Kim kom inn og sagði: "Rannveig! Your Mother!" Ótrúlegt hvað við getum hlegið að þessu. En ég er ekki sátt við hvað sumar í hópnum eru hryllilega minnugar ég held að helmingurinn að því sem þær þykjast muna sé bara helber rógburður, he heh he he he........................ Já ég segi ekki meir! En Sandra mín og Sædís ykkar var sárt saknað.
En nú er bara vika í Heidelbergferðina mína góðu og ég fer nú bara að verða spennt. Spurning hvort ég þurfi að kaupa mér stærri ferðatösku ég talaði við konu í morgun sem bjó í Þýskalandi og hefur farið á fjöldann allan af þessum jólamörkuðum sem í boði eru í Þýskalandi og sagði að við ættum að reyna að kíkja á þá sem flesta. Þeir væru æðislegir og ýmislegt til á þeim e.o. þýskt handverk, ýmsir fallegir listmunir og örugglega allt þar á milli. Hljómar vel ekki satt!
Lokakvöldið á skrautskrift í kvöld. Ætla að fara að fá mér kvöldmat svo ég geti nú meðtekið eitthvað af því sem á að læra í kvöld. Er voðalega þreytt eitthvað þessa dagana. En ég tel nú líklegt að þið fáið smá nasasjón af því sem ég hef lært á þessu námskeiði í jólakortunum þetta árið
Bless í bili
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það var leiðinlegt að geta ekki verið með ykkur í gærkvöldi Ég get sko ekki sagt að ég falli í þennan "minnuga" hóp, hvað var þetta aftur með ísskápinn????? Sjáumst fljótlega
knús Sandra Dís
Sandra Dís (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 17:56
Elsku vinkona!
Mundu eftir að hvíla þig vel.... það má ekki gleymast!
Bestu kveðjur til ykkar allra,
Þórlaug og Kiddi
Þórlaug og Kiddi (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 21:35
Já þetta var frábært kvöld og stutt í húmorinn og nóg til af minningum og hlátri enda vorum við alveg hissa á því skvísurnar að vertinn á Rauða leyfði okkur að sitja með almenningi niðri hehe. Hlakka til að sjá afrakstur námskeiðs. Kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.