14.7.2008 | 14:39
Fjögurra daga sæla í bústað :)
Jæja þá erum við mæðgur komnar heim eftir 4 frábæra daga í sumarbústað mö og pa Við fórum sem sagt á fimmtudaginn í blíðunni og skelltum okkur í pottinn og í sólbað úti á pall. Við tókum hjólið hennar Sigrúnar með og hún tók smá hjólatúr. Reyndar frekar erfitt að hjóla þarna þar sem mölin er frekar gróf og stórir hnullungar í veginum. Hún kíkti bara í kaffi í næsta bústað
Á föstudeginum skelltum við okkur í sund í Reykholt. Það var mjög gaman og lítil rennibraut sem Sigrún gat farið ein í og hlussaðist svo út í laug og hafði gaman að. Reyndar fór mamman aðeins líka en rann nú frekar hægt niður Spurning hvor hafi hlussast meira útí, haaaaaa! Við kíktum svo á kaffihúsið Klett þarna í Reykholti og fengum þar eina bestu villisveppasúpu sem ég hef smakkað. Og nýbakaðar brauðbollur með. Sigrún fékk sér borgara með grænmeti og kláraði hann fljótt og vel. Drifum okkur svo í búst aftur í sólbað
Á laugardaginn vöknuðum við svo við rigninguna sem buldi á þakinu og nutum við þess að vera inni og lesa blöðin í kyrrðinni. Svo skellti ég mér í pottinn um kvöldið með Sigrúnu.
Á sunnudag var svo rok og rigning en við Sigrún fórum nú í góðan göngutúr í Brekkuskóginum og urðum haugblautar og fínar. Veguðum salt og róluðum smá og skoðuðum býflugurnar og blómin Fórum svo inn og horfðum á Ronju Ræningjadóttur undir sæng.
Svona á fríið að vera Það eru komnar nýjar myndir inn á Sigrúnarsíðu
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
uhmm... hljómar alveg frábærlega...
geggjad ad geta komist svona adeins í burtu...
knús í kotid..
Thora
Þóra Hvanndal, 14.7.2008 kl. 20:06
Hæ hæ
Þetta hljómar allt yndislega. Gaman að heyra hvað þú er jákvæð þrátt fyrir rigningunna. Svona á þetta að vera - finna alltaf það besta úr öllu. Förum nú að kíkja í kaffi í sveitina.
Íris (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:04
Já Íris það er svo gott að eiga gott þak þegar það rignir vel
Verið velkomin anytime. Kaffið í nýju vélinni klikkar aldrei
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.7.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.