Sunnudagur til sælu

Jæja viðtalið tókst bara nokkuð vel verð ég að segja Smile  Skrítið að rifja þetta svona upp allt saman.  Ég er ótrúlega fljót að gleyma því erfiðasta...  mundi satt best að segja ekkert að ég hafi fundið fyrir ógleði í seinni lyfjagjöfunum... Woundering  Sem betur fer gleymist fljótt það sem erfitt er. 

 Við hjónin fórum í Skálholt í dag í svona samveru fyrir nývígð hjón á vegum kirkjunnar.  Það voru 2 prestar með okkur og við vorum nú ekki nema 3 hjón.  Öll í yngri kantinum (er ég ekki annars svo agalega ung alltaf Tounge ).  Það voru lögð fyrir okkur nokkur verkefni sem við áttum að leysa í sameiningu.  Mörg viðfangsefnin er mjög nauðsynlegt að ræða og hugsa um.  Í okkar hraða þjóðfélagi vill það oft gleymast og tíminn líður bara áfram.  Við verðum orðin hundgömul hjón áður en við vitum af W00t 

Hafið það gott!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Viðtalið við þig var mjög gott, komst mjög vel fyrir og varst svo afslöppuð. Gaman að sjá þig í þessu umhverfi.  Sé að þú hefur fengið þér gleraugu og nýjar tennur!!!  Er það jólagjöf frúarinnar í Vorsabæ í ár?

KV. Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 21:06

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

  Já ég var að koma frá Búlgaríu úr tannferð

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 19.11.2006 kl. 22:02

3 identicon

Sæl Rannveig horfði á kompás og alltaf ertu jafn jákvæð og gaman að sjá hvað allt gengur vel og til hamingju með giftinguna KV Fúsi

sigfús (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 22:36

4 identicon

Blessuð vinkona!

 Horfði á þig í gær í Kompás, flott viðtalið við þig og fróðlegt að rifja þetta gamla upp. Stundum finnst manni tíminn fljótur að líða en samt finnst mér eins og það sé orðið svo langt síðan við vinkonurnar komum og hittum þig heima hjá Sibbu eftir síðustu lyfjagjöfina. Kannski er það af því þú lítur svo vel út í dag og allt gengur vel að allt þetta erfiða og það sem tengist veikindunum er komið aftast í hugann á manni (maður vill jú bara muna það góða og skemmtilega).

Enn og aftur, til hamingju með viðtalið og þennan góðan árangur sem þú hefur náð.

Kveðja

Sigga Kristjánsd

Sigríður Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 10:53

5 identicon

Hæ hæ já ég tek heilshugar undir þetta hjá Siggu.  Frábært viðtal og þú rosa flott, gaman að sjá þáttinn aftur og margt sem rifjast upp.  Var verið í flippkasti í sveitinni flottar tennur og gleraugu hehehe....kær kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 12:03

6 identicon

Hæ hæ

Þetta viðtal var bara frábært og þú komst svaka vel út.... það er sko allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og húmorinn í lagi ;0) Frábært nýja lúkkið

Kveðja

Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 16:13

7 identicon

Til hamingju með viðtalið nafna mín þú stóðst þig frábærlega. Hefurðu nokkuð hugleitt að fara í þennan geira??Þú ert svo ótrúlega afslöppuð fyrir framan myndavélina, það er eins og þú hafir aldrei gert annað! Bestu kveðjur í sveitina okkar, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 16:30

8 identicon

Til hamingju með viðtalið nafna mín þú stóðst þig frábærlega. Hefurðu nokkuð hugleitt að fara í þennan geira??Þú ert svo ótrúlega afslöppuð fyrir framan myndavélina, það er eins og þú hafir aldrei gert annað! Bestu kveðjur í sveitina okkar, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 16:30

9 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Takk fyrir kveðjurnar kæru vinir  Love ya all!

Afslöppuð já .... ég var nú pínu stressuð.  Var einmitt að spá í það við Svövu í dag hvort það hafi nokkuð sést  hmmm.  Við brugðum okkur í einn góðan kaffibolla á Kaffi krús   Voða nice í kuldanum.  Kveðja R

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 20.11.2006 kl. 16:47

10 identicon

Hæ syss.  Ég tek undir með Rannveigu Ágústu það er eins og þú hafir aldrei gert annað þetta kom mjög vel út og þú ert alveg frábær.   Ég var að spá í þetta með kuldann og köttinn var það ekki líka Doddi litli datt í pollinn og missti niður mjólkurdallinn ha ha ha og volgur vestanvindur vætir víðan völlinn haha  haha.  Kv. Gúa syss.

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 20:03

11 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Jú Gúa hahahaha   og líka sssskvísan skúrar skóbúðina.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 20.11.2006 kl. 21:42

12 identicon

Elsku Rannveig mín ég var að horfa á þáttinn, mikið er ég stolt af því að geta sagt að þú ert vinkona mín. þú ert sönn hetja og ert glæsileg í þættinum einnig fannst mér gaman að sjá þig í þinu vinnuumhverfi. Bestu kveðjur úr sveitinni yfir í þína sveit over and out kveðja Sigga Sigf

Sigga Sigfús (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 00:29

13 identicon

Mins ætlaði sko aldeilis að horfa á viðtalið en þá var það bara ruglað,,,,,,,, arrgg, jæja......... sá það allavega í fyrra! Hetjukveðjur, Erla Guðfinna

Erla Guðfinna (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband