26.6.2008 | 21:10
Íþróttaæfing á Jónsmessu
Já skvísan á bænum fór á sína fyrstu íþróttaæfingu á þriðjudaginn síðasta. Æfingin tókst vel og ég skildi hana bara eftir hjá krökkunum og var hún hin ánægðasta Þau fóru í alls kyns leiki skilst mér en pabbi hennar sótti hana þar sem ég var nú komin á fullt í garðvinnu, úff púff! Þvílík endemis vinna sem þessi garður er en mér er farið að finnast þetta bara gaman og er alltaf að sjá afrakstur erfiðisins smátt og smátt. Garðurinn verður orðinn helvíti fínn í ágúst ef fer sem horfir
Kerfillinn hefur þó heldur verið að taka yfirhöndina í fína garðinum og skv. Plöntuhandbókinni getur verið erfitt að uppræta hann nái hann fótfestu. Ég læt hann nú ekki ráða sko og ætla að vera þrjóskari en hann og hana nú!!! En djö sem hann er fljótur að dreifa úr sér blessaður. Og ræturnar eru ekkert smásmíði. Stebbi tók traktorsgröfuna á hann og svo ég á eftir með garðverkfærin til að ná restinni. En lakkrísbragðið er ágætt samt
Sumarbústaðarferð framundan hjá mér og svo Jónsmessugleði á Bakkanum með bjúgnaveislu og tilheyrandi Sigrún á leið í útilegu með ömmu sinni og er orðin voða spennt. Og bóndinn á bænum er á leið norður í land. Ja hérna hér
Sumarfríið mitt er að hefjaaaaaaast og síðasti dagur Sigrúnar í leikskólanum er á morgun.
Heyrumst kæru vinir og njótið nú hvers dags í botn í sumar því það verður búið áður en maður nær að snúa sér við
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
OOOO - mannlaus og barnlaus í bústað og jónsmessuhátíð á bakkanum- sumarið er svo sannarlega til að njóta þess. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 27.6.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.