Lúða var það heillin

Ég verð að deila með ykkur uppskrift að lúðu sem ég prófaði í gær.  Uppskriftin kemur úr bók sem heitir 220 gómsætir sjávarréttir og þessi útgáfa er frá árinu 1981.  Snilldar bók sem fylgdi húsinu okkar Smile

En hér kemur uppskriftin:

  • 1 meðalstór smálúða
  • safi úr 1 sítrónu
  • salt og pipar
  • 3 meðalstórir tómatar
  • 2 meðalstórir laukar
  • 2 msk. matarolía
  • 3 dl. fisksoð
  • 2 msk. smjör eða smjörlíki
  • 8 fylltar ólívur
  • 2 mandarínur
  • 1/2 dl. kókosmjöl

Ég notaði 2 stór lúðuflök (annað með hvítu roði og hitt svörtu) og þau voru um 800 gr.  Ég átti ekki sítrónu eða safa þannig að því sleppti ég.  En ég skóf roðið á flökunum, setti flakið með hvíta roðinu í eldfast mót.  Salt og pipar yfir bæði flökin.  Steikti tómatana og laukinn upp úr olíunni í smá tíma (á ekki að brúnast) og hellti yfir flakið í mótinu.  Skellti hinu flakinu yfir og hellti fisksoði yfir.  Svo setti ég ólívurnar og mandarínurnar ofan á svarta flakið.  Stráði kókosmjöli yfir og inn í ofn 180°C heitan í ca 20 mínútur eða þar til lúðan er elduð í gegn.   Rosalega gott og við höfðum ristað brauð og salat með.  Salatið samanstóð af salatblöndu frá Himneskri hollustu og gúrkum og smá fersk mynta yfir.  Balsamic slett yfir.    Klikkar ekki.

Verði  ykkur að góðu   og hafið það gott um helgina kæru vinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'Eg segi það enn og aftur, dugleg stelpa!!! Það var gott að sjá og rifja upp, líka að sjá hvað vel hefur gengið og hvernig tekið var á málum. Best var þó að sjá þig svona hressa og káta í vinnunni. Sjáumst !! kv. Móa

Móa (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband