Tóm gleði í blíðunni

Já það er aldeilis búin að vera bongóblíða hjá okkur í leikskólanum síðustu daga.  Maður sér brúnkuna spretta fram á börnunum og erum duglegar með sólvörnina í annarri og After sun-ið í hinni LoL  Já já það held ég núh!  Á maður ekki að tala um veðrið þegar maður hefur ekkert annað til að tala um?  W00t  Dásamlegt alveg.

En við fórum í blómaferð til Hveragerðis í dag 4 ættliðir.  Sem sagt Bogga amma, mamma, ég og Sigrún og keyptum sumarblómin hjá henni Ingibjörgu.  Alltaf gaman að kaupa falleg blóm og keypti ég 2 leirker líka og Pelakóníu í þau sem ég ætla að hafa á tröppunum með von um að fæla burtu flugurnar FootinMouth  Verður gaman að sjá hvort það virkar.  Keypti svo Morgunfrúr og Ljónsmunna (hvítan) og ætla að setja þau blóm í steinabeðin mín í suðurgarðinum.  Morgunfrú var uppáhaldsblóm Guðfinnu heitinnar sem bjó hér (amma hans Stebba) og mér finnst því upplagt að planta þeim í garðinn hennar.  Ég hef gert það nokkur undanfarin ár.  Svo keyptum við nokkrar Stjúpur sem Sigrún valdi sér til að setja framan við kofann hennar í lítið beð sem ég útbjó í fyrrasumar.  Setti nú reyndar haustlauka í það s.l. haust en það komu bara nokkrir upp.  Spurning hvort ég hafi snúið þeim vitlaust eins og pabbi Whistling  Koma þeir þá bara ekki upp í Kína? 

Garðvinna hjá Boggu ömmu á morgun og ætlum við nokkrir ættingjar að mæta í það.  Einnig þurfum við að klára smá tiltekt uppi hjá henni sem er nauðsynleg eftir skjálftann.  Hún ætlar að elda kjötsúpu í liðið sem verður eflaust meistaraverk eins og allt sem hún tekur sér fyrir hendur Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Hvanndal

Hæ eskan... spurning hvort góða veðrið heldur nú þegar þjóðhátíðardagurinn er runninn upp...

En Gleðilega þjóðhátíð... og góða skemmtun á hátíðahöldunum ef þið farið á einhver slík...

knús í kotið...

Þóra

Þóra Hvanndal, 17.6.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já Þóra mín hér er sólskin en svolítið rok   Og jú við ætlum að kíkja á hátíðahöldin í sveitinni, grillaðar pylsur, hoppukastali, blöðrur, fánar og íþróttamót fyrir krakkana.  Kökuveisla á eftir skilst mér

Takk sömuleiðis gleðilega þjóðhátíð!

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 17.6.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband