13.6.2008 | 21:50
Tóm gleði í blíðunni
Já það er aldeilis búin að vera bongóblíða hjá okkur í leikskólanum síðustu daga. Maður sér brúnkuna spretta fram á börnunum og erum duglegar með sólvörnina í annarri og After sun-ið í hinni Já já það held ég núh! Á maður ekki að tala um veðrið þegar maður hefur ekkert annað til að tala um? Dásamlegt alveg.
En við fórum í blómaferð til Hveragerðis í dag 4 ættliðir. Sem sagt Bogga amma, mamma, ég og Sigrún og keyptum sumarblómin hjá henni Ingibjörgu. Alltaf gaman að kaupa falleg blóm og keypti ég 2 leirker líka og Pelakóníu í þau sem ég ætla að hafa á tröppunum með von um að fæla burtu flugurnar Verður gaman að sjá hvort það virkar. Keypti svo Morgunfrúr og Ljónsmunna (hvítan) og ætla að setja þau blóm í steinabeðin mín í suðurgarðinum. Morgunfrú var uppáhaldsblóm Guðfinnu heitinnar sem bjó hér (amma hans Stebba) og mér finnst því upplagt að planta þeim í garðinn hennar. Ég hef gert það nokkur undanfarin ár. Svo keyptum við nokkrar Stjúpur sem Sigrún valdi sér til að setja framan við kofann hennar í lítið beð sem ég útbjó í fyrrasumar. Setti nú reyndar haustlauka í það s.l. haust en það komu bara nokkrir upp. Spurning hvort ég hafi snúið þeim vitlaust eins og pabbi Koma þeir þá bara ekki upp í Kína?
Garðvinna hjá Boggu ömmu á morgun og ætlum við nokkrir ættingjar að mæta í það. Einnig þurfum við að klára smá tiltekt uppi hjá henni sem er nauðsynleg eftir skjálftann. Hún ætlar að elda kjötsúpu í liðið sem verður eflaust meistaraverk eins og allt sem hún tekur sér fyrir hendur
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ eskan... spurning hvort góða veðrið heldur nú þegar þjóðhátíðardagurinn er runninn upp...
En Gleðilega þjóðhátíð... og góða skemmtun á hátíðahöldunum ef þið farið á einhver slík...
knús í kotið...
Þóra
Þóra Hvanndal, 17.6.2008 kl. 10:28
Já Þóra mín hér er sólskin en svolítið rok Og jú við ætlum að kíkja á hátíðahöldin í sveitinni, grillaðar pylsur, hoppukastali, blöðrur, fánar og íþróttamót fyrir krakkana. Kökuveisla á eftir skilst mér
Takk sömuleiðis gleðilega þjóðhátíð!
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 17.6.2008 kl. 10:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.