Landsmenn allir nær og fjær

Hann Jóhennes í Kompás kom í dag  til mín í leikskólann með myndatökumann með sér og tók stutt viðtal við mig.  Viðtalið sem birtist við mig í fyrra í Kompási (fyrir akkúrat ári síðan) mun verða birt núna á næsta sunnudag og þessi viðbót sem hann tók í dag.  Jói vill sýna viðtalið til að fólk sjái hvernig þetta var og svo hvernig mér líður núna og hvernig er hægt að sigrast á erfiðleikunum og að það sé líf eftir að hafa greinst með krabbamein.  Bara gott mál held ég. 

Svo að nú þurfa bara allir að horfa á Kompás sunnudaginn 19.nóvember kl. 19.10 í opinni dagskrá á Stöð 2.

Fer annars í bæinn á eftir að spjalla við nokkrar konur um þessa lífsreynslu mína.  Já já það er nóg að gera bara.

ÓKÍ DÓKÍ.  Veriði sæl   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jiiiiii..............ég get ekki beðið  Þetta er náttúrulega bara frábært, enda ert þú líka frábær!!!!!

knús í sveitina

Sandra Dís

Sandra Dís (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 17:21

2 identicon

Það verður gaman að sjá þig og heyra í þér í þættinum. Þú hefur örugglega staðið þig vel. Þú kannski miðlar þekkingu af skrautskrift??

Kv. Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 19:41

3 identicon

Elsku vinkona!
Takk fyrir að láta okkur öll vita:)  Ætla sko að sitja límd við tækið á sunnudaginnn, þú ert algjör hetja!!!

Bestu kveðjur í sveitina frá okkur Kidda og bumbubúanum:)

Þórlaug Þorfinnsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 20:55

4 identicon

Ert´að grínast, er heilt ár síðan viðtalið var við þig í Kompás???? omg hvað þetta er fljótt að líða allt saman. Já það er svo sannarlega líf eftir að hafa greinst með krabbamein, og þú ert nú bara lifandi sönnun um það elskan mín!!! Þú ert búin að standa þig ótrúlega vel í öllu þessu ferli!!!! Haltu áfram að vera svona glöð og kát

Kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 21:27

5 identicon

Kæra Rannveig!

Takk kærlega fyrir að miðla okkur í LC 4 reynslu þinni með brjóstakrabbamein. Núna erum við mun fróðari og hvatning til okkar og annarra kvenna sem eru í kringum okkur að þreifa í hverju mánuði. Þúsund þakkir þú ert algjör hetja.
kveðja, Svava

p.s. Heiða biður að heilsa

Svava (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 22:39

6 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Takk elskurnar allar.  Ég er nú ekkert smá lukkuleg að eiga ykkur allar að

Já Bogga mín... ég er nú LIFANDI sönnun... híhíhí.  Smá húmor hérna

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 15.11.2006 kl. 23:59

7 identicon

Sæl Rannveig

Ég kíki öðru hverju á síðuna þína, ætlaði bara að kvitta fyrir. En já, tíminn líður hratt, ég horfði einmitt að viðtalið við þig í fyrra í gegnum netið og finnst eins og það hafi bara verið í síðasta mánuði. Þú ert algjör hetja, stendur þig vel!

Kveðja Harpa Guðfinns.

Harpa Guðfinns (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 10:13

8 identicon

Sæl nafna mín, langt síðan ég hef kvittað, var í USA á ráðstefnu með leikskólakennurum víðs vegar að úr heiminum. Mjög skemmtilegt. Frábært viðtalið við þig í Dagskránni, þú ert algjör snillingur eins og ég hef alltaf sagt. Hlakka til að sjá viðtalið við þig í ´Kompás, góðar helgarkveðjur, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband