1.6.2008 | 16:29
Sjómannadagurinn
Til hamingju sjómenn með daginn og þá sérstaklega þú pabbi minn
Fór á föstudaginn eftir vinnu að taka til heima hjá ömmu og þá voru nokkrir ættingjar komnir og búnir með heilmikið. Ótrúlegt hvað þetta getur verið mikil vinna að taka til og þrífa eftir svona hamfarir. Allt fína rykið og litlu glerbrotin og flísar og svo var bara komið að vorhreingerningu hjá þeirri gömlu svo að nú er allt orðið fínpússað.
Pabbi og mamma eru líka búin að þrífa allt upp sem brotnaði og fór út um allt en það brotnuðu nú færri hlutir en maður hélt í fyrstu eftir að líta yfir íbúðina strax eftir skjálftann. Gólfið hefur farið öllu verra út úr þessu við að fá alla þessa hluti misþunga á sig. Þetta hefst allt saman.
Annars var ég að koma úr bústaðarferð með Sexunum mínum (hópurinn úr Kennó) og vorum við 5 af 6 sem gátum mætt. Frábær ferð og þessar elskur færðu mér verndarengil að gjöf og óskuðu mér til hamingju með 3 ára "cancer survivor" afmælið. Yndislegar alveg og við höfðum það voða gott saman í sólarhring í bústað foreldra minna. Höfðum mexíkanskan mat, dýrindis eftirrétt að hætti Svövu, fórum í pottinn, drukkum kokteila og fleira skemmtilegt. Næsta haust getum við væntanlega allar mætt þar sem Danasexan okkar flytur heim í sumar Þá verður nú mikið húllumhæ! Takk fyrir helgina snúllur!
Ég er svo að fara í aðgerðina aftur á hægra auga á þriðjudaginn. Nú ætlar læknirinn að reyna að setja rörið í og setur hann væntanlega alveg eins rör og er komið hinumegin. Svo VONANDI fer nú þessum leka að ljúka. 7-9-13
Og hér með lýk ég þessari færslu og hana nú!
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já og takk fyrir síðast þetta var frábært eins og alltaf hjá Sexum! Bestu kveðjur og gangi þér vel í aðgerðinni, Kv Svava
svava (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 13:24
Blessuð
Gangi þér vel í aðgerðinni, gott að vita að allt þitt fólk er heilt.
Kveðja Eva og Siggi
Eva Andersen (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 14:38
Takk fyrir síðast, elsku vinkona! Þetta var BARA gaman Gangi þér rosalega vel í aðgerðinni. Vonandi fer þetta nú eins og það á að gera! Hugsa til þín....
Bestu kveðjur í sveitina, Þórlaug og co
Þórlaug (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:38
Gangi þér vel. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 3.6.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.