30.5.2008 | 09:12
Hræðilegt tjón hjá Bjössa og Svövu
Það er sorglegt að sjá hversu mikið tjón hefur orðið í Ingólfsskála og mér verður hugsað til Gunnars og Áslaugar sem búa úti í Bandaríkjunum. Ævistarfið hjá Bjössa og Svövu orðið að engu eftir þetta og það er hreinlega erfitt að skoða myndirnar af skemmdunum hjá þeim. Ég var þarna að borða fyrir hálfum mánuði síðan og fengum við hópurinn dýrindis rjómalagaða asparssúpu og brauð og kaffi og köku á eftir. Ótrúlegt að nú skuli allt vera í rúst á þessum stað og ekki að sjá í bráð að hægt verði að byggja þetta upp að nýju. Vonandi verður það þó hægt.
Ég svaf nú ekki sem best í nótt. Var alltaf að vakna við smáskjálfta og þó þetta séu smáskjálftar þá hrekkur maður upp með látum og hjartað hamast og svo var auðvitað mjög erfitt að festa svefn aftur. Sigrún svaf þá alla af sér og Stebbi líka. Ég sef nú aðeins lausar en þau
En vonandi er þetta búið núna og nú þarf að fara að taka til hendinni heima hjá mömmu og pabba og ömmu Boggu. Þau sváfu öll í bústaðnum í nótt og þar hafði enginn hlutur hreyfst. Maður fer nú með smá ótta í blokkina verð ég að segja
Ingólfsskáli eyðilagðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÆÆ þetta er bara skelfilegr ekkert annað hægt að segja.
Eyrún Gísladóttir, 31.5.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.