12.11.2006 | 21:38
Skrautskrift
Bissí vika framundan. Staffafundur á mánudag. Ætla að hitta nokkrar kellur í bænum á miðvikudag og fræða þær um hvernig það er að greinast með krabbamein og hvernig ég upplifði það, hvernig er lífið eftir greiningu o.þ.h. Segi ykkur nánar frá því síðar.
Er svo búin að skrá mig á skrautskriftarnámskeið sem hefst á fimmtudagskvöld. Það er mjög spennandi og mig er búið að langa í mörg ár að fara á svona námskeið. Ætlaði einmitt í fyrra því þá hafði ég allan heimsins tíma en það var ekki boðið upp á það á Selfossi þá. Bara Hellu. Nennti einhvernveginn ekki að keyra mig þangað
Við Svava skunduðum í bæinn í dag og hittum nokkrar skvísur sem við útskrifuðumst með úr Kennó. Hittumst á Red Chillí og borðuðum þar dýrindis mat. Nammi namm. Mæli sko með honum. Gaman að hitta þær aftur og sumar höfðum við ekki hitt síðan við útskrift. 2 í hópnum leikskólastjórar og ekki nema 5 ár síðan við útskrifuðumst. Geri aðrir betur
Heyrumst
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð og takk fyrir síðast, flott breyting á síðunni hérna. Gangi þér vel á námskeiði. Kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 19:37
Hei Ranna! Frábært hjá þér að fara á þetta námskeið! Mig hefur líka alltaf langað á svona...til að geta skrifað ægilega lekkert í kort og svoleiðis. Sjáumst...Ollan.
Ólöf Guðmunds (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 20:50
Var ekki einhver skvísan með myndavél á Red Chilli?? Djö hefði ég viljað vera með ykkur, but kannski næst!
Knúúús til þín....Gunnur
Gunnur (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.