Sveitafólkið í borginni

Jæja þá er maður búinn að kíkja í þetta blessaða nýja IKEA og je minn eini Woundering  Erindið var að kaupa ný húsgögn í prinsessuherbergið.  Við sveitafólkið (ég, Stebbi og Sigrún) fórum inn um þessa fínu gulu hringhurð og komum inn í stóran geim.  Og hvert á maður svo að fara sögðum við?!  Hmmm... Við ákváðum að fara upp rúllustigann (sem gaf kannski eiginlega augaleið að maður ætti að byrja á Blush ) og komum þá að barna-Ikea en bíddu við... hvar eru körfurnar?  Litum niður og sáum þá slattann allan af körfum þar.  Eru engar körfur uppi?  Nú jæja, við gengum þá niður stigann þarna og gripum eina körfu, Sigrún vildi ólm fara í Boltalandið svo að við skráðum hana þar inn og héldum af stað inn í búð (niðri).  Jú jú maður sá auðvitað fullt sem var hægt að kaupa, bráðnauðsynlegan óþarfa sem ÉG henti ofan í körfuna við og við.  Jólavörur, rúmteppi... ætla ekki að telja það allt upp hér Sleeping    en svo vorum við komin hringinn.  Nú þá örkuðum við að lyftunni og fórum upp (MEÐ KÖRFUNA By the way) og stormuðum beint inn í barna-Ikea.  Nú fljótlega sáum við þá að við vorum á móti umferðinni skv. örvunum sem bentu allar í hina áttina Grin  en við sögðum bara nú jæja og héldum áfram hringinn... á móti umferð.  Það var nú ekkert svakalega margt fólk þarna en flestir litu stórum augum á þessar furðuverur sem gengu þarna um með FULLA körfu af dóti því auðvitað var karfan orðin full þegar við loksins komum í barnavörurnar.  Við vorum fljót að labba hringinn því tíminn hjá Sigrúnu var að verða búinn (hún hafði 1 klst.) svo við yrðum nú ekki kölluð upp í hátalarakerfinu í þokkabót Blush og við fórum að kassanum og borguðum.  Ég leitaði að poka sem ég sá nú ekki svona í fljótu bragði en eftir að hafa spurt stúlkuna á kassanum NOKKRUM sinnum um poka fann ég hann loksins og raðaði pent í hann (eða þá *hóst hóst*).  Svo fórum við út í bíl og ræddum saman eins og alvöru hjón gera um þessa upplifun okkar af þessari fyrstu ferð okkar í nýja IKEA.  Föttuðum svo að uppi er eiginlega ekkert til þess að setja í körfu... eða hvað???  Þannig að þar er væntanlega engin þörf fyrir þær uppi LoL   Frekar fyndin ferð verð ég að segja.  Whistling  Ég bý í sveit... á sauðfé á beit... og sællegar kýr út á túni Whistling Skildi það hafa sést???

En úr IKEA fórum við á Pottinn og Pönnuna með prinsessuna og það er sko barnvænn staður.  Frábær aðstaða fyrir börnin, sér herbergi með video og fullt af dóti og svo mátti hún fara með pizzusneiðina bara inn í herbergið og borða þar.  Voða nice Joyful  Enda kom það á daginn.  Staðurinn fylltist af barnafólki 5 mínútum síðar svo þetta var bara gaman. 

Kveð að sinni Smile  verð að fara að skrúfa saman öll húsgögnin Gasp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hvað ég skil þig vel með Ikea, ég fór þarna um daginn og var alveg lost!!! Vissi ekkert hvort ég var að koma eða fara Hefði verið gaman að sjá ykkur þarna í dag Annars finnst mér þessi búð eiginlega bara of stór, ég þarf að fara á næstunni og kaupa nokkra smáhluti en ég er alltaf að fresta því, af því að ég nenni ekki að fara, þetta er engan veginn svona skreppi búð.

Annars, bara allt gott, bið að heilsa í sveitina, kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband