8.11.2006 | 15:38
Fyrsti snjórinn í vetur
Jæja þá er ég búin að skreppa til Reykjavíkur í dag og fór sko á jeppanum, slíkur var snjórinn hér á bæ í morgun Það er nú nánast enginn snjór í Reykjavík og veðrið á heiðinni var betra en í byggð sunnan heiða í morgun. Já já það held ég nú.
En ég fór sem sagt til háls-nef og eyrnalæknis kl.10 í morgun og það gekk nú bara vel. Hann sagði að ástæðan fyrir eymslunum í munninum hjá mér stafaði líklega af því að slímhúðin væri ekki enn búin að jafna sig eftir þessa miklu lyfjagjöf sem ég fór í og hún ætti bara enn eftir að lagast. Það er engi sýking í þessu hjá mér og ég finn ekkert mjög mikið til en hann ráðlagði mér að forðast að drekka mjög heitt á meðan ég væri svona slæm og finna mér dauft tannkrem til að nota. Hann kíkti líka á hálskirtlana sem líta nú bara mjög vel út hjá mér og eyrun voru fín og flott. Dugleg stelpa Hann tók nú strok úr hálsinum til öryggis því ég fékk nú einu sinni streptokokka sýkingu án þess að verða nokkuð vör við hana og var sett á pensillín um hæl. Já maður getur sko verið lengi með þessa kokka í hálsinum án þess að verða þess nokkuð var. Bara svo þið látið athuga ykkur þarna úti sem haldið að sýking sé í uppsiglingu hjá ykkur... allur er varinn góður því hún getur orðið ansi slæm ef hún nær að grassera lengi í manni. Já þetta eru án vafa verstu kokkarnir sem nokkur getur haft í munninum... hmmmm
En hér hefur verið brakandi blíða í allan dag og afar fallegt um að litast í fyrsta snjó þessa vetrar. Læt fylgja hér með nokkrar myndir sem ég tók áðan svo þið getið nú séð hvernig er umhorfs í sveitinni akkúrat NÚNA!!
Ingólfsfjallið í öllu sínu veldi Flott rakstrarvélin Vorsabærinn t.h. og fjósið t.v.
Við förum líklega í bæinn á föstudaginn til að sækja fjórhjólið. Hlakka ekkert smá til að þeysa um sveitina á fjórhjóli. Klikkað Bestu kveðjur til ykkar allra
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heil og sæl Rannveig mín,
Takk fyrir síðast á ballinu góða ! Það er nú meira hvað alltaf getur verið gaman að hitta Bæhreppinga í Félagslundi. Ég las viðtalið við þig í Dagskránni, og þótti sérlega góð lesning. Vona að þú þurfir ekki lengi að vera að glíma við óþægindi eftir lyfin, verðir orðin betri en ný löngu fyrir jól ! Kær kveðja til allra þinna, þín Inga V.
P.S. Það tekur sig upp gömul heimþrá í manni að sjá þessar fallegu Flóamyndir :-)
Ingibjörg Vigfúsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 16:22
Takk Inga mín!
Já nú verðurðu bara að koma fljótt aftur í litla bústaðinn sem Sigrún kallar húsið sittt
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 8.11.2006 kl. 16:31
Hæ Rannveig
Vona að þú verðir ekki lengi að hrista af þér þessi eymsli í munninum. Fallegar myndir úr sveitinni, minnir á æskuárin. Viðarásbörnin væru örugglega til í að þeysast austur með sleðana núna.
Kv. Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.