Frétt um mig!

Já það reyna fleiri að flýja úr leikskólanum en ég Blush 

Ég var nú ekki há í loftinu þegar ég náði að príla yfir grindverkið á Brimveri hér um árið... það eru um 30 ár síðan LoL  GETUR ÞAÐ VERIÐ!

Var þetta ekki annars einhvern veginn svona?  Er Auður að lesa?  Grin  Ég man (eða veit öllu heldur) ekki hvernig þetta endaði hjá mér.  Komst ég heim eða?  Var ég nöppuð fyrir utan leikskólann? 

Ég lenti alla vega ekki á höfðinu eins og þessi ungi drengur sem hefur bara verið að prakkarast er þakki?!

 


mbl.is Flótti úr leikskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæta

þú varst nú meiri skaðræðis-gripurinn í leikskóla  Ein skýrasta æskuminning mín er þegar þú komst í heimsókn í gamla Brimver reifuð á fæti frá nára og niður eftir að hafa hellt yfir þig brennheitu kaffi, vorum við ekki fjögurra ára???  Gæti nú talið upp ýmis bernskubrek þín hér en læt það ógert þar sem það gæti komið niður á mér sjálfri lovja S.

Sandra Dís (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:23

2 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

hmmmm???????? KREISÍ KRAKKI SEM ÞÚ VARST dast kannski ekki á höfuðið í það skipti en mamma þín og pabbi hafa örugglega verið komin með afsláttarkort á slysó Eitt dæmi sem ég man eftir og mun alltaf muna er þegar þú dast úr rólu.......eða var það ekki annars þannig sem þú fékkst örið fræga......og á tímabili fannst mér svo svakalega cool að vera með svona ör að ég óskaði þess alveg heitt að fá svona ör líka.......en ég var líka skrítinn krakki.......Risaknús á þig elskan og góða nótt, og kl alltof seint um nótt, en ég er svo sem ekki dóttir móðir minnar fyrir ekki neitt........Ja!!!!! Kannski ekki endilega að þú fattir hvað ég á við en Sandra fattar það sko örugglega

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 28.3.2008 kl. 01:45

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ha ha ha ha   Já stelpur við skulum ekkert hafa fleiri orð um mig og mína leikskólagöngu.  Af hverju ætli ég hafi valið mér starfið leikskólakennari??? 

En jú Elín ég fatta það sem þú átt við með þig og móður þína.  Nátthrafnar þar á ferð

Knús

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 28.3.2008 kl. 07:49

4 identicon

Blessuð Rannveig mín. Þér datt nú svo margt í hug í leikskólanum og hikaðir ekki við að framkvæma það. Ég man ekki alveg þegar þú klifraðir yfir en það er ekkert skrýtið því þetta fer í eina bendu :-) Man eins og gerst hafi í gær þegar þú meiddir þig í eða á rólunni. Herre Gud på himmlen hvað ég var hrædd. En það lagaðist nú eins og allt annað hjá þér með þitt góða skap. Þú varst alltaf svo glöð og það var með mikilli gleði sem þú framkvæmdir þín bernskubrek, varst ekki að strjúka vegna leiða eða reyna að fá neikvæða athygli, ó nei hafðir bara einfaldlega svo gaman af þessu. Gott að þú varst ekki byrjuð þegar ekkert grindverk var þeas fyrstu þrjá mánuðina eftir að Brimver opnaði, því ég átti fullt í fangi með að elta nokkra drengi (svo mætir menn í dag) upp í frystihús og bak við það. Það var nú meira fjörið :-) En starfið hefur greinilega heillað þig heillin mín. Kveðja Auður. (klukkan ekki svo margt hjá mér, enda föstudagskvöld)

Auður Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:59

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ja hérna Auður.  Frábært comment hjá þér og gaman að þú skulir fylgjast með.  Já starfið heillaði heldur betur því ég vil alltaf hafa fjör í kringum mig

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 28.3.2008 kl. 23:06

6 identicon

Hæ syss.  Gaman að þessum strokukrökkum svona sérstaklega þegar árin líða, þú varst nú alltaf skemmtileg (og ert enn) það reddaði nú málunum eins og þú varst mikill prakkari en alltaf glöð.  Kveðja úr Njörvasundi.

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 11:41

7 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ég var alltof mikill hræðslupúki þegar ég var lítil til að getað flúið leikskólann enda leið mér vel þar.

Eyrún Gísladóttir, 30.3.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband