24.3.2008 | 21:16
Er grín G - vara?
Ja það má spyrja sig að því hvort grín sé yfirleitt þannig að það eldist vel. Ekki finnst mér nú allt grín eldast vel eins og t.d. þessir blessuðu Limbó þættir sem voru hér um árið. Þeir mættu nú alveg týnast uppi á Sjónvarpi sko. En gömlu góðu skaupin þau virka alltaf best að mínu mati. Þeir sem þekkja okkur vinkonurnar vita það að við höfum grínast með þessi gömlu skaup frá því við vorum krakkar sjálfar og þá er ég að tala um skaupin frá 1984 og svo þau sem komu á eftir koll af kolli. T.d. grínið með Adda Palla og Bergþóru var algjör snilld og eins rás 84 og fullt af fleiri atriðum í þessu skaupi og svo auðvitað skaupið '85 þar sem áramótaskaupinu var stolið og það áttu ekki að verða áramót því það var búið að stela skaupinu
Svo eru þættir eins og Gættu að hvað þú gerir maður og Fastir liðir eins og venjulega og Heilsubælið gott dæmi um grín sem eldist vel. Algjör snilld og endalaust hægt að horfa á þá þætti aftur og grínast með þá. Einnig myndir eins og Stella í orlofi og Með allt á hreinu og Líf-myndirnar. Endalust frábærar.
Hins vegar gefst oft ekki vel að gera mynd nr. 2 eins og raun ber vitni með Stellu og Stuðmenn. Þar mistókst mönnum aðeins upp þótt hægt sé að sjá góða punkta í þeim. Spurning hvort þær verði svona vinsælar eins og hinar myndirnar eftir ca 20 ár. Ég held hins vegar ekki
En þetta með G - nafnið. Spurning hvort G-bletturinn heiti G-bletturinn því hann eldist svona vel eða geymist svona vel ???
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Ingibjörg orðið er s n j ó t i t t l i n g u r. Bara snilld.
Ég er líka áramótaskaupsfíkill og er alveg sammála þér um Óveió óvei 84 skaupið. Tímalaust grín.
Knús Ingibjörg
Ingibjörg (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 21:54
Já grín er ekki bara eitthvað grín ónei það verður að vera gott grín. Nú svo er þetta mál með húmor fólks ja tja hann er nú ferlega misjafn og á köflum finnst mér fólk vera með brenglaðan húmor. En sýnist að ég sé nú að svipaðri bylgjulengd og þú og það seginr nú helling um okkur. Sammála um að gömlu skaupin voru nú alltaf best og þessi síðustu ár hafa skaupin bara verið glötuð. Sorrý en satt. Kvitt úr sveitinni.
Melafrúin (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:50
Fílar'ekki Limbó? Pufff...!
GK, 26.3.2008 kl. 02:15
Almáttugur mér finst þetta með adda palla og bergþóru geggjað get ennþá hlegið að þessu.
Eyrún Gísladóttir, 26.3.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.