20.10.2006 | 21:48
Sveitaball...
Dóttir mín vaknaði í nótt og kom skríðandi upp í rúm með öll "börnin" sín þannig að rúmið var orðið fullt af fígúrum kl. 02 í nótt svo bað hún mig að syngja fyrir sig... ég hélt nú ekki. Búin að sofa í um 2 tíma sjálf og ekki alveg tilbúin í söng svona nývöknuð. Ég sagði henni að hún ætti nú bara að fara að sofa aftur því það væri ennþá nótt. Og hún sofnaði um þrjúleytið aftur svo að ég færði hana yfir í rúmið sitt. Ég sofnaði svo sjálf aftur um 04 Vaknaði prinsessan svo um 8.30 í morgun... fór fljótlega á wc og kallaði á mömmu sína. Mamman var eitthvað syfjuleg (I wonder why) svo að Sigrún segir: "Oh, mamma. Af hverju ertu svona löt?" "Hva finnst þér ég löt við þetta, eins og ég nenni þessu ekki?" segi ég. "Jahahahá" segir sú stutta og fær bara hláturkast. Skilur ekkert í þessu með þessa LÖTU mömmu, hmmm!
En já það er sem sagt sveitaball í sveitinni í kvöld. Kallinn í nefndinni svo maður sleppur ekki við að fara
Sveitaball, já ekkert jafnast á við sveitaball,
þar sem að ægir saman alls kyns lýð
í erg og gríð að kela kátt hver á sinn hátt.
Þar eru ungmeyjar
og allt upp í uppskoprnaðar gamlar kerlingar.
Já, þar er úrval mest og menn sér skemmta best,
ef það er ekta sveitaball.
Hafið það gott!
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er í gangi er mín að fara á sveitaball?????
Kv. GUA syss
Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2006 kl. 23:16
Jæja, er svo þynnka í mannskapnum í dag???
Vona nú ekki, fyrir þína hönd (og annarra vandamanna),hehe
knús
Sandra Dís
Sandra Dís (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 14:42
Takk fyrir innlitið í dag vinkonur. Já sveitaböllinn klikka náttlega aldrei. Æðislegar myndirnar. Sjáumst kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.