8.3.2008 | 12:45
Komnar myndir frá Kanarí á heimasíðu Sigrúnar
Jæja þá er prinsessan á bænum farin í leikhús með ömmu sinni. Barnabörnunum var boðið á Gosa í dag og var hún voða spennt fyrir því. Bóndinn farinn upp á Bláfell þannig að ég er ein í kotinu í dag. Hef svo sem í nógu að snúast. Það sem það tekur langan tíma að ganga frá eftir svona utanlandsferðir, úff púff. Er endalaust að setja í þvottavél, hengja upp, taka niður þvottinn, brjóta hann saman, setja í aðra vél, hengja upp... já þetta virðist vera endalaust en verður auðvitað gott þegar það tekur enda Svo þarf auðvitað að moppa og þurrka af og svona. Þegar sólin lætur sjá sig þá er nú vissara að þrífa aðeins í bænum, vá maður! Tek nú betur á vorhreingerningu þegar nálgast afmæli Sigrúnar.
Annars var ég að borga flugfarið nú í vikunni fyrir næstu utanlandsferð hjá mér sem er í lok apríl. Þá förum við í leikskólanum í kynnisferð til Jótlands í nokkra daga og ætlum að gista á rosa flottum risastórum herragarði nálægt Billund. Algjör snilld og það er sko sundlaug í garðinum og klósett á hverju herbergi og 2 eldhús í húsinu og einhver 5 baðherbergi svo dæmi sé tekið. Hlakka bara djö... til að fara í svona ferð og kynnast lífinu á leikskólum í nágrannalandinu Danmörku. Ætlum að skoða nokkra náttúruleikskóla og amk. eina vöggustofu þar sem við tökum nú inn börn frá 9 mánaða.
Jæja best að halda áfram að þrífa. Ég kláraði að taka upp úr töskunum ÁÐAN!!! Já þetta tekur allt tíma get ég sagt ykkur. Annars fáum við næturgest í nótt til okkar. 5 ára vinur okkar ætlar að fá að gista hjá okkur á meðan foreldrar hans þeysast upp á fjöll á færiböndunum sínum, hehehe. Hverjir skildu það vera???
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim! Já, ég skal trúa að þetta taki allt sinn tíma;) En það er svo ljúft þegar maður er búin að þessu þvottastússi og hreingerningum! Var einmitt að þessu sama áðan, skil ekki þvottinn á einu heimili. En mér líður svooo vel núna, eftir að allt orðið hreint og fínt! Ég bið kærlega að heilsa Reyni;) Knúsaðu hann og Sigrúnu frá mér, elsku vinkona!
Bið að heilsa, kveðja frá okkur öllum í Fífuselinu
Þórlaug (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:49
Hehe já og takk fyrir að hafa hann Reynir minn það er náttlega bara frábært að eiga ykkur að eskurnar! Sjáumst vonandi bráðlega kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:02
Velkomin heim úr sólinni já það er sko endalaus þvottur eftir svona ferðir
Brynja skordal, 12.3.2008 kl. 02:01
Kannski við hittumst í Danmörku, við Árbæingar verðum þarna á sama tíma, í Köben að vísu. Bestu kveðjur í sveitina, þín nafna.
Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.