Komin heim

Það er nú alltaf jafn ljúft að koma heim úr ferðalögum og anda að sér íslensku lofti og komast í sitt eigið rúm, aaahhh. 

Við erum sem sagt komin heim litla fjölskyldan og tókst heimferðin mjög vel.  Dvölin var öll mjög vel heppnuð og hitinn hefur aldrei verið jafn mikill síðan við fórum fyrst til Kanarí.  Það var á milli 25 og 30 stiga hiti flesta dagana og manni fannst það nú of heitt stundum og leitaði í skuggann einstaka sinnum Cool

Garðurinn sem við vorum í var ágætur... ég hefði nú kosið að hafa aðeins meiri afþreyingu í honum eins og fyrir Sigrúnu, það var eitt billjard borð í honum og kjuðarnir geymdir inni í lobbýi sem var svo lokað frá 13-16 á hverjum degi Errm  og svo vantaði náttla alveg lobbýbarinn.  En við sóttum bara staðina grimmt eins og Yumboið (sem er frekar stórt moll ef svo má segja með alls kyns veitingastöðum og fullt af spilasölum) og Sigrún elskaði að fara í það og fá að fara í þythokkí og nokkrar hringekjur og svoleiðis.  Svo vorum við í Mini Golfi uppá hvern einasta dag nánast og Sigrún er orðin mikill golfsnillingur og fór meira að segja holu í höggi - eða hól í höggi eins og hún sagði sjálf LoL  Svo fórum við 2x í Tívolíið og í keilu.  Snilldarferð sem sagt Happy

Hér koma nokkrar myndir.  Þið getið smellt á þær til að stækka þær.

Sigrún og Reynir í Tívolí  Út að borða  Abba show

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og velkomin heim hlakka til að sjá ykkur.  Bestu kveðjur Svava

svava (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:39

2 identicon

Heil og sæl þið þrjú og velkomin heim. Alltaf best heima á fróni, þrátt fyrir íslenskan vetur eins og hann gerist bestur ??? (verstur)

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:55

3 identicon

Já það er gott að vera í sólinni - ég held að það sé nú bara eitthvað svipað hitastig hérna í Tælandi.

 Er svo ekki bara upplagt að skella upp einum mini golfvelli í sveitinni þar sem verður hægt að fara hólur í höggum ;0)

 Bið að heilsa

Begga

Begga (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband