15.10.2006 | 21:25
Kem alveg af fjöllum
Jæja þá erum við komin heim úr fjallaferðinni sem tókst svona líka glimrandi vel Ja fyrir utan þá leiðinda staðreynd að prinsessan á heimilinu er bullandi bílveik á þessum vegleysum sem við fórum. En að öðru leyti tókst allt vel. Við höfðum skemmtileg verkefni að leysa á leiðinni sem ein í hópnum var búin að búa til handa okkur og við HELDRI borgararnir í hópnum stóðum okkur með slíkri snilld að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð Við þurftum að semja texta og flytja hann, ráða 2 gátur, finna slattann allan af alls kyns hlutum á leiðinni eins og hjólkopp, bjórdós, hundasúru, hvönn, ber, vatn úr jökulá og bergvatnsá og ég veit ekki hvað. Þetta gerði ferðina enn skemmtilegri og fróðlegri. Við gistum á Hveravöllum síðustu nótt og komum svo við í Kerlingarfjöllum á leiðinni heim í dag. Það var nú bara gaman þar sem ég hef ekki komið í K-fjöllin í 17 ár Það rifjuðust upp hin ýmsu atriði í dag, kvöldvökurnar, skíðaferðirnar og margt fleira skemmtilegt en ég fór þangað fyrst á skíði í skólaferðalag með Barnaskólanum á Eyrarbakka vorið 1988 og svo aftur með 2 vinkonum sumarið eftir. Rosa skemmtilegar ferðir og mikið skíðað
Læt fylgja með eina mynd af skvísunni sem er tekin í Kerlingarfjöllum í dag. Kveð í bili
Rannveig
Ein upprifjun að lokum: (Óli skans) Stafinn út, stafinn út. Stemma beygja rétta. Í einum kút, einum kút. Er ég hreint að detta. Valdi-Valdi-Valdimar! Voðalega gengur það með vinstri beygjurnar
Komnar myndir úr ferðinni á heimasíðu Sigrúnar
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ómægod hvað var nú gaman hjá okkur í Kerlingarfjöllum hér forðum :-) "Loðmundur á litla snót að vinu, lalalalalal...." o.s.frv. Var þetta ekki einhvern veginn svona???
Knús í sveitina frá mér og mínum
love S.
Sandra Dís (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 19:47
Ha ha ha ha ... jú einmitt. Lætur Snækoll fóstra Úrill sinn... ótrúlega flott alveg :o)
Knús tilbage!
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.10.2006 kl. 20:27
Hæ elskan, rossalea var gaman að hitta þig um daginn, alltaf hægt að missa sig í blaðri, ég stefni svo á heimsókn í næstu viku!!!!
Ég gleymdi alltaf að segja þér (ykkur)að eftir að ég flutti hérna í Grenigrundina eignaðist ég 2 rosa fínar nágrannakonur,,,,,, Rannveigu og Svövu,,,,,, ekki sniðugt:) (mér finnst það alla vega)
Sjáumst í næstu viku!!
Kv. Bogga
Sigurborg (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 21:49
Hí hí jú mjög sniðugt :o) svona eins og í Þolló um árið.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 16.10.2006 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.