Endalausir læknatímar

Búin í enn einum tímanum hjá augnlækninum... á orðið minn fasta augnlækni sem ég kann orðið bara nokkuð vel við.  Hann gefur sér tíma með manni og útskýrir hvað það er sem er að augunum og af hverju Brosandi  Ég fór í þennan tíma í dag út af þessu flökti sem ég hef stundum verið að finna fyrir.  Þá hellist yfir mig allt í einu svona sjóntruflanir, eins og ég sé stödd á brjáluðu diskóteki með þvílíku diskóljósin blikkandi að ég sé ekkert annað en blikkljós.  Þetta getur varað í allt að hálftíma í senn.  En augnlæknirinn sagðist strax vita hvað þetta væri ... AUGNMÍGRENI Hissa  og er það nú til?!!  En já það er víst og það er ekkert hægt að gera við þessu, það er voða misjafnt hve oft fólk fær þessi köst en þetta gerist af því að það kemur krampi í æðina í auganu og hún þrengist verulega.  Svo víkkar hún aftur og þá fer blóðflæðið á svo miklum krafti af stað aftur að það verður nánast blóð-flóð Óákveðinn og þá koma þessi einkenni fram.  Skrítið, hmmm.  En sem betur fer kemur þetta mjög sjaldan hjá mér en hann sagði að þetta tengdist höfuðverkja-mígreninu sem ég er líka með (fæ reyndar mjööög sjaldan orðið mígrenikast) 7-9-13.  Maður ætti kannski ekki að segja svona á F Ö S T U D E G I N U M 13. Ullandi  En svona er þetta nú.  Hann lét mig svo líka fá augndropa - aftur - til þess að reyna að draga úr bjúgnum og roðanum í augunum.  Nú nú nema hvað.  Hann vill líka að ég fari aftur til hans Haraldar vinar míns og láti stinga á táragöngin -aftur- því ég er með krónískar bólgur þar sem verður að losa um með svona líka skemmtilegum ástungum.  Það er eitthvað örlítið viðameiri aðgerð en var gerð síðast (í júní).  Æ vonandi tekst þetta þá almennilega og ég LOSNA VIРÞURRKURNAR sem ég er orðin ansi þreytt á Öskrandi  og tek stundum pirringsköst út af.  Sem betur fer oftast í einrúmi Óákveðinn

En alla vega.  Við litla fjölskyldan erum að fara í fjallatúr á morgun (laugardag) og ætla ég að halda áfram að pakka niður.  Búin að smyrja fullt af samlokum og kaupa smá gotterí og Sigrún er þvílíkt spennt að vera sko að fara í FJALLAFERÐ Hlæjandi  Gaman gaman.

Yfir og út! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð bara græn og rauð og ég veit ekki hvað að lesa um bústferðina... Ég VERÐ að fara að komast með ykkur, sjetta bara gengúr ekki lengúr! Augnbaráttukveðjur og góða fjallaferð!
Love, Gunnur

Gunnur (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 10:09

2 identicon

Góða skemmtun í fjallaferðinni.
Kv. Gúa syss

Guðrún bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband