Komiði sæl

Jæja ég er enn á lífi... hef bara haft minni tíma til að blogga undanfarið og hef heldur ekki verið neitt svakalega upplögð til þess að láta eitthvað frá mér hérna.  Það er einhver ritstífla í minni.  Vonandi ekki neitt sem er komið til að vera.

En ég hafði það rosalega gott í bústað foreldra minna um helgina með Sexu-skvísunum og henni litlu Dröfn sem er 5 mánaða dúlla.  Hún var algjör engill í þessari ferð og bara drakk og svaf og svaf... já það er sko gott að sofa í sveitakyrrðinni Brosandi  Olla eldaði sjúklegan kjúkling sem var með furuhnetufyllingu sem var troðið inn í æðri endann á kjúllanum Hissa  og bragðaðist svona líka ljómandi vel.  Svo bauð ég upp á Frozen Strawberry á eftir, ummm alveg svakalega góðan drykk sem mældist vel fyrir... bæði hjá þeim óléttu og ó-óléttu, hé hé hé Glottandi  Auðvitað var svo súkkulaðikaka dauðans á eftir með góðu kaffi og já Baileys líka bara.  The nicest trip ever!!

Læt ykkur svo vita fljótlega hvað er á döfinni hjá mér á næstu dögum og vikum.  Já það er víst enn ein fréttin sem ég segi ykkur frá þegar að því kemur en hér er ný könnun til vinstri á síðunni.  Endilega svara henni bara og hafið það svo bara alltaf sem best.

Veriði sæl


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, gott að heyra að þið skemmtuð ykkur vel í bústaðnum. Eins gott að þú læknist af ritstíflunni, maður er orðinn háður því að kíkja á síðuna þína á morgnana og fylgjast með. Hafðu það jette bra. Þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 16:10

2 identicon

Takk fyrir yndislega helgi Rannveig mín! Við Kiddi kíkjum svo í sveitina við tækifæri:) Bið að heilsa í kotið
kveðja, Þórlaug

Þórlaug Þorfinns (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 22:33

3 identicon

TAkk fyrir bústferð þær klikka aldrei hjá okkur Sexunum. Heyrumst fljótlega kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 18:25

4 identicon

Alveg vissi ég að þið klikkuðuð ekki og skemmtuð ykkur vel.
Heyrumst. Kv. Gúa syss.

Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband