9.10.2006 | 15:30
Komiði sæl
Jæja ég er enn á lífi... hef bara haft minni tíma til að blogga undanfarið og hef heldur ekki verið neitt svakalega upplögð til þess að láta eitthvað frá mér hérna. Það er einhver ritstífla í minni. Vonandi ekki neitt sem er komið til að vera.
En ég hafði það rosalega gott í bústað foreldra minna um helgina með Sexu-skvísunum og henni litlu Dröfn sem er 5 mánaða dúlla. Hún var algjör engill í þessari ferð og bara drakk og svaf og svaf... já það er sko gott að sofa í sveitakyrrðinni Olla eldaði sjúklegan kjúkling sem var með furuhnetufyllingu sem var troðið inn í æðri endann á kjúllanum og bragðaðist svona líka ljómandi vel. Svo bauð ég upp á Frozen Strawberry á eftir, ummm alveg svakalega góðan drykk sem mældist vel fyrir... bæði hjá þeim óléttu og ó-óléttu, hé hé hé Auðvitað var svo súkkulaðikaka dauðans á eftir með góðu kaffi og já Baileys líka bara. The nicest trip ever!!
Læt ykkur svo vita fljótlega hvað er á döfinni hjá mér á næstu dögum og vikum. Já það er víst enn ein fréttin sem ég segi ykkur frá þegar að því kemur en hér er ný könnun til vinstri á síðunni. Endilega svara henni bara og hafið það svo bara alltaf sem best.
Veriði sæl
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, gott að heyra að þið skemmtuð ykkur vel í bústaðnum. Eins gott að þú læknist af ritstíflunni, maður er orðinn háður því að kíkja á síðuna þína á morgnana og fylgjast með. Hafðu það jette bra. Þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 16:10
Takk fyrir yndislega helgi Rannveig mín! Við Kiddi kíkjum svo í sveitina við tækifæri:) Bið að heilsa í kotið
kveðja, Þórlaug
Þórlaug Þorfinns (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 22:33
TAkk fyrir bústferð þær klikka aldrei hjá okkur Sexunum. Heyrumst fljótlega kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 18:25
Alveg vissi ég að þið klikkuðuð ekki og skemmtuð ykkur vel.
Heyrumst. Kv. Gúa syss.
Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.