28.1.2008 | 21:53
Netið loksins komið í lag
Ég á ekki til orð. Búin að vera netlaus og hálf vitlaus í kjölfarið í á þriðju viku Djöfull sem maður getur orðið háður þessu neti. Viðgerðarmaðurinn var að fara héðan og þurfti á endanum að skipta um móttakara og ég veit ekki hvað og hvað. Hinn var gjörsamlega handónýtur og vantaði lokið á hann meira að segja og maðurinn var alveg hissa á hvernig netið náði nú samt að hanga inni svo lengi með þetta svona hálfónýtt. Ég er búin að vera að fara á póstinn og svona helstu síður á símalínunni og O M G hvað það tekur langan tíma að hlaða niður sumum síðum. En jæja þetta er allavega komið í lag thank god!
Það er nú svo sem ekki eins og ég hangi á netinu öllum stundum. En um leið og það dettur út þá verður maður alveg ómögulegur eins og maður þekki ekkert annað og geti bara ekkert annað gert við tímann sinn. Ótrúlegt alveg.
Við fórum með köttinn til Dagfinns dýralæknis um daginn og je minn eini. Þyngri kött hefur hún varla séð Ég þarf að setja köttinn á léttfæði og vigta ofan í hann matinn og vigta svo köttinn til að sjá hvort þetta beri árangur. Hann er orðinn allt of þungur greyið. Búinn að vera í góðu yfirlæti hér í sveitinni, fær bara að éta ef hann er svangur, stundum gaukað að honum túnfiskbiti eða kjúklingur og harðfiskur, nú og svo nennir hann sem minnst að fara út. Liggur eins og slytti í einum stólnum hérna (alltaf þeim sama) og malar eins og gömul dráttarvél og kemur svo snuðrandi við lappirnar á mér um leið og ég fer að dunda mér við matseldina í eldhúsinu Æ hann er svo mikil dúlla en algjör letihaugur. Hann sver sig í ættina bara. Finnst gott að borða og kúra hehehehe. Þekkiði einhver svoleiðis letiljón??? HAAAA????? En Kjarkur "litli" (sem er ekki enn orðinn 2 ára btw) er sem sagt búinn að fara í sitt árlega check-up
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.