22.1.2008 | 17:07
Heil og sæl
Jæja nú er ég farin að taka fjölvítamín með steinefnum daglega ásamt hvítlaukshylkjum og sólhatti þannig að nú skal kvefið fara að yfirgefa líkama minn. Er orðin frekar þreytt á þessu eilífa sníti og neseríli í nös því ekki vil ég vera stífluð í nefinu og tala eins og nasirnar á mér séu límdar saman Og þá hlýt ég að fara að hressast heldur betur og hoppa og skoppa um hæðir og grundir... AS IF!!!
En við kjellur skemmtum okkur konunglega í búst um síðustu helgi Við byrjuðum á því að taka vaktaskipti á skóflunni til þess hreinlega að komast að húsinu með allan farangurinn O M G Við hefðum getað verið þarna í 2 vikur slíkur var maturinn og drykkurinn með í för. En við þurftum að moka pottinn upp gjörsamlega og vorum ekki lengi að því. Svava pottastjóri hentist í að græja pottinn og vorum við komnar í hann um kaffileytið á laugardaginn. Vorum svo með Racklette partý í kvöldmatinn og allskonar tegundir af kjöti, fiski, grænmeti og osti. Ótrúlega gott og mikil stemning að borða svona
Svo var auðvitað frönsk súkkulaðikaka a la Sandra í eftirmat og við fórum að sjálfsögðu aftur í pottinn á eftir og vorum lengi í þetta sinn Ótrúlega magnað að liggja svona í heitum potti í myljandi frosti og stjörnubjörtum himni með tunglið hangandi yfir sér. Geggjað alveg og auðvitað fórum við allar í pottinn með húfur og svona. Það er ekki spurning!!! Eftir skipun yfirbúst-stjórans
Nú svo hristi Sigga fram úr annarri erminni dýrindis klatta um morguninn og voru þeir borðaðir með sýrópi og smjöri, sluuuurp! Og reyktur lax frá Írisi ásamt fuuuuullt af öðru meðlæti sem rann ljúflega í okkur. Svo tókum við auðvitað sæmilegan göngutúr í brakandi blíðu eftir morgunmatinn eins og sönnum húsmæðrum sæmir í svona líka snilldar húsmæðraorlofsferð.
Takk fyrir mig
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já takk fyrir mig Rannveig mín og bestu kveðjur til pabba þíns og mömmu fyrir afnotin af húsinu þeirra. Þetta var snilldarferð og mjög næs, já vetrarferðir hafa mikinn sjarma verð ég að segja. Bestu kveðjur Svava
svava (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 21:31
Gott að heyra að þú gast hlaðið batteríin í sumarbústaðnum, og ég er mjög fegin að heyra að þú ert farin að taka vítamín, mæli líka með Spirulina, mjög gott. Farðu vel með þig mín kæra þín nafna.
Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 10:27
Racklette? Ég er nú svo gömul sem á grönum má sjá, en veit ekki hvað það er. Viltu kenna mér? Hljómar eitthvað svo lystilega. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 23.1.2008 kl. 16:44
Já guð hvað ég trúi því að þessi ferð ykkar hafi verið yndisleg. Mikið hlegið eins og ykkur er einum lagið. Þarf nú að kíkja í sveitina til ykkar, kannski maður renni um helgina ef vel lyggur á liðinu.
Kær kveðja Anna Kristín
Anna Kristín sjálfstæða (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 20:31
Takk fyrir síðast elsku Rannveig!
Bústaðarferðin var náttúrulega snilld, frábært að eyða sólarhring með svona frábærum vinkonum. Liggur við að ég sé enn södd eftir allann matinn sem við náðum að innbyrða, og potturinn klikkaði nátturulega ekki.
bestu kveðjur í Sveitina, Sigga klattameistari ;)
Sigga K (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.