Þreyta

Er óvenju þreytt þessa dagana.  Mætti halda að ég hefði orðið undir valtara.  Ég vakna dauðþreytt alla daga og er ekki nærri nógu úthvíld eftir nóttina.  Ætti kannski að fara fyrr að sofa á kvöldin, hmmmm.  Reyni þó yfirleitt að vera sofnuð fyrir miðnætti.  Væri dauð held ég ef ég ætti ekki frí á fimmtudögum.  Undecided

Er byrjuð að lesa Rimlar hugans núna og get bara varla lagt hana frá mér.  Mig langar einhvern veginn að lesa lengra og vita meira hver örlög þessa fólks eru eða verða.  Það er magnað að lesa þetta ég segi nú ekki annað.  Lýsingarnar á því þegar hann var unglingur, úff.  Ég sé það að maður hefur bara verið heljarinnar engill miðað við allt Halo  say no more!!!  Ég kláraði nú ekki heilu kassana af bjór frá pabba á sínum tíma eins og þessi gerði.  Allt í einu var allur bjórinn búinn sem hann ætlaði að fara að gefa gestunum FootinMouth 

Er að fara í skvísuferð í búst á laugardaginn.  Vonast til þess að fá andlega og líkamlega orku úr þeirri ferð.  Það hlýtur eiginlega að gerast þar sem við æskuvinkonurnar erum að hittast og það er sko mikil skipulagning í kringum það get ég sagt ykkur.  Hver á að koma með hvað, hvenær á að leggja af stað, hver fer með hverjum, hvað á að drekka og eta... LoL  Æ hvað það verður gaman.  Ætlum að hafa Racklette-party Joyful  Já ég veit að ég kem endurnærð úr þeirri ferð.

Svo er bóndinn að fara til Ítalíu, Austurríkis og Þýskalands á mánudaginn í heila 6 daga.  Maður verður nú hálf einmana á meðan Frown  En hann er að fara að kíkja á og velja nýjan snjóbíl fyrir BFÁ. 

Heyrðu já og Econlininn náði því á endanum að draga hinn upp LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viltu muna að hvíla þig vel kæra vinkona  Þú verður að hvílast eins og aðrir!  Hafðu það ROSALEGA gott í búst um helgina!!! Skilaðu kveðju til þeirra sem ég þekki

Þórlaug (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

já manstu þegar var verið að fylla upp með vatni í flöskur í skápnum hjá pabba þinum

Rimlar hugans er rosa góð, er ´buin að lesa hana.

hvíldu þig vel:)

Sædís Ósk Harðardóttir, 17.1.2008 kl. 14:24

3 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Nei Sædís nú ertu eitthvað að ruglast   Veistu ekki að pabbi les bloggið mitt

Já ég er búin að hvíla mig vel í dag þannig að ég er að verða til í allt

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 17.1.2008 kl. 15:09

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Jahhá - les hann bloggið. Ég get toppað þetta fyrir þig svo honum verði ekki eins mikið um. Við fundum einu sinni heila Ginflösku á fjósloftinu - 10 - 14 ára krakkar. Töldum víst að enginn ætti hana og fórum uppá ás og tæmdum. Vorum þó víst nokkuð viss um að þetta væri einhverskonar "brennivín". Ekki var það gott ,enda grunaði okkur ekki að betra væri að setja eitthvað samanvið. Vildi til að við vorum mörg, en ég held að síðan hafi Gin ekki verið á óskalista neins okkar. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 17.1.2008 kl. 17:27

5 identicon

Hæ sæta, búin að komast að því að síminn er í lagi takk fyrir spjallið elskan!!  Get lofað þér því að við komum amk andlega endurnærðar úr bústaðnum, veit ekki með líkamlega, hehehe.  Sjáumst eftir ca. 36 tíma........ekki eins og maður sé að telja sko

knús Sandra Dís

p.s. Kæri Raggi, allt sem Sædís sagði er bara tómt bull, alveg satt

Sandra Dís (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 21:58

6 Smámynd: Þóra Hvanndal

Góða ferð í búst...

bið að heilsa þeim skvísum... knús knús Þóra

og heyrðu kem til íslands 30 jan... kem að skoða 3 hús á selfossi... eigum við ekki að reyna hittast..??

Þóra Hvanndal, 18.1.2008 kl. 09:25

7 identicon

Já sammála Söndru við komum svo sannarleg endurnærðar heim regnfólksdömurnar hehehe.....

Ég bara trúi essu varla Þóra að þú sér að koma heim jú við skulum sko hittast þetta er svakalega spennandi.  Bestu kveðjur sjáumst á morgun Rannveig

Kv Svava

svava (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 10:53

8 identicon

æ..þú varst kannski ekki að spyrja mig beint en ég er líka til í að hitta þig Þóra hehe...

kv Svava

svava (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband