Sunnudagur til sælu

Jæja góðan dag.  Maður bara farinn að blogga kl. 10 á sunnudegi.  Það er svona að eiga barn... maður fær nú ekki að sofa lengi út.  Svona er þetta... ég sef bara í ellinni ef mér leiðist þá  Brosandi 

Gleymdi alveg að segja ykkur frá fundinum sem ég fór á á þriðjudaginn síðasta.  Hann var á vegum Krafts og Dagbjört Lára sagði frá ráðstefnu sem hún fór á í Bandaríkjunum í febrúar.  Hún var um ungar konur og brjóstakrabbamein.   Það kom nú kannski ekki svo mjög margt nýtt í ljós... og þó.  Það var m.a. skýrt frá nýjungum í lyfjum og brjóstauppbyggingu.  Svo var einn fyrirlesturinn um tíðni krabbameins og óholls lífernis  Óákveðinn  Sem sagt mjög merkilegt allt saman.  Dabba sagði að þetta hefði verið svona pepp ráðstefna og lokaorðin hefðu verið eitthvað á þessa leið:  Örvæntið ekki - lausnin er innan seilingar.   Það veitir nú svo sem ekki af smá peppi um þessi mál af og til.  Allir gengu út fullir bjartsýni.  Og það drepur engann að vera bjartsýnn er það!! Glottandi

Á föstudaginn fór ég til augnlæknis til að láta kíkja á þennan endalausa leka úr augunum.  Læknirinn tjáði mér að táragöngin væru alveg stífluð og þess vegna renna tárin náttúrlega bara út.  Hann reyndi að stinga á augun til að opna fyrir göngin en það var ekki að virka.  Hann var með frekar grófa nál til að stinga á... og þetta var frekar vont bara og hann sá þetta ekki almennilega við þessar aðstæður.  Þess vegna þarf ég að fara í smávægilega aðgerð.  Þá verð ég deifð og það verður skorið lítillega á augun, eða þar sem táragöngin eru til þess að víkka þau út eða opna þau aftur.  Þetta verður ekki fyrr en í lok apríl eða byrjun maí en það verður aldeilis gott ef það virkar.  Þá þarf ég ekki að eiga við þetta stanslausa rennsli meir.  HÚRRA HÚRRA

Heyrumst síðar krúttin mín Koss   Bestu sunnudagskveðjur til ykkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð og takk fyrir síðast hehe... það var fjör hjá okkur. Jú þetta er skemmtileg síða gaman að skoða myndirnar. Bið að heilsa í bæinn og sjáumst í kvöld
Kveðja Svava

Svava (IP-tala skráð) 9.4.2006 kl. 16:50

2 identicon

Gott að það á að laga lekann úr augunum, frekar hvimleitt vandamál, vona að þetta komist til skila, er enn þá að venjast þessu kvitt-systemi:)
Kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 10.4.2006 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband