JA HÉRNA HÉR!!!

Frétt tekin af mbl.is: 

Í nýrri verslun Hagkaupa í Holtagörðum er sérstakt pláss ætlað körlum meðan konurnar kaupa inn fyrir heimilið. Í plássinu eru fjögur sæti og stórt sjónvarpstæki, þar sem boðið verður upp á sýningar frá ensku knattspyrnunni. Einnig stendur til að tengja Playstation-leikjatölvu viðtækið, til að stytta karlpeningnum stundirnar.

„Þetta er bara alger snilld," sagði Finnur Freyr Harðarson, örþreyttur viðskiptavinur Hagkaupa, í gær aðspurður um ágæti athvarfsins. „Það eina sem vantar er að hér sé bjór í boði yfir enska boltanum. Að vísu veit ég ekki hvort ég nenni að koma hingað til að versla með konunni, því ég tók þátt í að byggja þetta húsnæði."

Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar og róttækur femínisti, segist hissa á þessari þjónustu Hagkaupa. „Mér finnst þetta gamaldags viðhorf til kynjanna. Það er ótrúlegt að jafn framsækiðfyrirtæki og Hagkaup er skuli ekki átta sig á því að það eru bæði kyn sem bera ábyrgð á innkaupum fjölskyldunnar."

Nú spyr ég bara:  HVAR ERU SNYRTISTOFURNAR Í BÍLA- OG VERKFÆRAVERSLUNUNUM??????? W00t

Hvað ætli gerist ef bæði hjónin/parið sem verslar inn fílar enska boltann?  Rifist og slegist um það hvort þeirra á að setjast í sófann fína eða er konum kannski bannaður aðgangur í herbergið? Gasp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Hvanndal

já ég segi nú það sama... þetta er held ég eitthvað það fáránlegasta sem ég hef heyrt... á hvaða öld lifa þeir í hagkaup eiginlega...

hér á bær er það allavega jafnt mannsins míns að versla sem mitt...

en einhverjum snillingnum hefur dottið þetta í hug... eflaust einhver karlmaður sem á enga konu og heldur að þetta sé þannig að ef hann ætti konu gæti hann setið þarna inni... og þá skil ég vel að hann eigi ekki konu...hehe

bullið...

Knús í bæinn.. 

Þóra Hvanndal, 29.11.2007 kl. 14:13

2 identicon

Já, tek undir með ykkur stelpur, þetta nær ekki nokkurri átt.  Auðvitað dettur mér ekki í hug að taka minn karl með í fatakaup, hann getur bara verið HEIMA ef hann nennir ekki með....

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 16:04

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Stendur að þetta sé eingöngu ætlað körlum?

Helga R. Einarsdóttir, 29.11.2007 kl. 16:38

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Já Helga í fréttinni hér fyrir ofan   Fréttin var svona og fyrirsögn fréttarinnar var á þessa leið:  Pabbarnir í pössun í Hagkaupum!

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 29.11.2007 kl. 18:50

5 identicon

Hehehehe Þetta finnst mér ógeðslega fyndið! Gamall hugsunarháttur.... en samt... er þetta ekki ágætis hugmynd líka?!! Held að maðurinn minn mundi alveg fíla þetta!!!  Hann ÞOLIR ekki að fara með mér í búðir... en það er samt ekki annað í boði fyrir hann stundum... svona eins og maður segir í leikskólanum

En samt spyr maður sig... hvað er eiginlega að gerast með þetta blessaða þjóðfélag?!!!  Alltaf verið að tala um að mismuna ekki kynjunum!!! En hvað er þetta eiginlega??????

Þórlaug (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband