Meira af kettinum

 Ég er með hálfgerðan móral þessa dagana Errm  En þannig er að það er köttur hér á næsta bæ sem er læða og alveg afskaplega vingjarnleg.  Hún fór að venja komur sínar hingað í fyrrasumar eftir að Þuríður og Hafsteinn voru hér í sinni árlegu sumardvöl.  Þau voru að passa Sigrúnu ásamt því að ná í kýrnar út í haga og sinna öðrum skemmtilegum sveitaverkum.   En einn daginn fóru þau heim að þessum bæ og fengu að skoða nokkra kettlinga sem þessi sama læða hafði eignast og þau sáu fljótlega að hún var ansi horuð greyið og virtist ekki fá nóg að eta.  Það voru fleiri kettir á bænum sem ýttu henni bara út í horn þannig að hún fékk minnst af því sem köttunum var gefið úti í hlöðu.  Læðan elti börnin hingað heim og þau spurðu mig hvort ég vildi gefa henni mjólk.  Þau vorkenndu henni svakalega og vildu allt fyrir hana gera.  Hún hændist að þeim og var hér oft part úr degi allan tímann sem þau voru hér hjá okkur.  Þau bjuggu til skýli fyrir hana hér fyrir utan og við gáfum henni mjólk í dall inn í skýlið.  Stundum gaf ég henni skinku og fiskafgang. 

Börnin fóru svo heim til sín eftir rúma viku en kisa hélt áfram að koma hingað til að fá mjólkina sína.  Ég bauð henni litlaputta og fljótlega fór hún að biðja um alla höndina FootinMouth  Hún er ansi frek orðin en Sigrún varð auðvitað strax voða hrifin af henni.  Ég hætti nú í sumar að gefa henni mjólk eða nokkurn matarbita en hún heldur áfram að koma til okkar.  Nú erum við komin með kött sem læðan var nú ekki alveg að sætta sig við í fyrstu.  Hún hljóp á harðaspretti í burtu í fyrsta skipti sem hún sá hann.  Svo fór hún nú að færa sig nær og nær og sá nú fljótlega að þessi myndi nú ekki gera henni neitt.  Smile  En ég hef aldrei viljað hleypa læðunni inn því hún á jú heima annars staðar GetLost  en ég er samt með móral yfir því að hún situr hér á tröppunum og vill koma inn en ég hleypi henni ekki inn.  Hún hoppar upp í húninn til þess að láta okkur vita að hún sé komin.  Ótrúlegt alveg.  Stundum liggur hún hér þegar við komum heim á daginn.  En nú má bara Kjarkur koma inn en ekki hún.  Mér finnst ég vera vond að hleypa BARA honum inn en ekki henni.    Er maður ekki bilaður?  Pouty

    Stjörnuspá fyrir daginn í dag: 

 LjónLjón: Þú vilt virkilega geðjast þeim er standa þér næst, en ekki reyna of mikið til þess. Þegar þú fylgir sannfæringu þinni, gerirðu aðra glaða.

Skyldi þetta eiga við kettina líka???  Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég myndi bara leyfa öllum að vera inni og jafnvel láta fyrri húsbændur hennar vita að hún sé flutt. Þetta er eins og með börnin - þar sem eitt er fyrir munar engu þó annað bætist við. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 19.10.2007 kl. 16:37

2 identicon

Ég mundi líka hleypa henni inn, bara setja hanna á p-pilluna svo það verð ekki fjölgun

Kv Kolla

Kolla rauða (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 16:46

3 Smámynd: Benna

Já endilega leyfðu litlu rófunni að koma inn, hún á greinilega erfitt uppdráttar á sínu alvöru heimili og sækir þvi í hlýjuna og matinn til ykkar...hehe ég er svo aumingjagóð eða eitthvað að ég gæti barasta ekki neitað hehe....en hérna ertu búin að kíkja á bloggið mitt var að  fá rosalega fallega gjöf er reyndar ekki enn búin að fá hana en það kemur að þvi og það er svo falleg kisulóra hreinræktuð og allt .....er ekkert lítið montin..

Benna, 21.10.2007 kl. 01:06

4 Smámynd: Benna

p.s kolla mín ég verð að fara að hringja sorry að ég skuli ekki vera búin að því:)

Benna, 21.10.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband