Aðgerðin tókst vel :)

Já augnaðgerðin sem gerð var í gær tókst bara vel Smile  Ég er búin að taka leppinn frá og þar með fór sjóræningjafílingurinn Undecided  haha.  En ég held svei mér þá að þetta hafi tekist betur en síðast.  Ég finn ekki eins mikið fyrir rörinu núna og ég er lítið sem ekkert bólgin held ég bara.  Haraldur hefur sett sverara rör núna og það er svona að svínvirka Grin Grin Grin  og ég þurrka mér bara ekkert á vinstra auga núna.  Það er samt dálítið fyndið að sjúga upp í nefið því það kemur bara vindur í augað því þetta er allt saman opið þarna á milli W00t  Eiginlega frekar skrítið.

Ég væri nú bara til í að fara á MORGUN í sams konar aðgerð á hægra auga.  Hefði náttla helst viljað að hann tæki bæði augun saman en það er víst aldrei í boði. 

Ég þarf nú samt að taka því rólega næstu daga og bera í mig sýkladrepandi smyrsl 3x á dag og þegar það er komið í augað sé ég ekkert fyrir móðu og þykku smyrsli sem smyrst um augað og er bara ótrúlega lengi að fara úr Frown  þannig að ég get eiginlega ekkert gert... má ekki fara strax að vinna aftur... ætla EKKI að setja í þvottavél alveg strax (eins og síðast)... reyni að liggja eða sitja og hlusta á eitthvað merkilegt í útvarpinu... eða með kveikt á sjónvarpinu og horfi í gegnum móðuna miklu og hlusta... Sigrún er hjá ömmu og afa í bústaðnum... Stebbi í vinnunni og svo í skólanum á eftir (kemur ekki heim á milli)...  Svava og börnin komu þó áðan í heimsókn og það var voða gaman LoL  Hún Svava mín tók úr vélinni fyrir mig og setti í hana aftur FULLAN vask af leirtaui.  TAKK SVAVA MÍN  Joyful 

Ég er rétt farin að sjá með báðum augum aftur þegar kemur að smurningu á ný Crying  en eftir þennan dag eru bara 6 eftir Happy

Veriði hlæl að hlinni Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það var nú ekkert eskan mín alltaf gaman að koma til þín.  Frábært að þessi aðgerð sé að takast betur.  Heyrumst síðar kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:46

2 identicon

Frábært að þetta skuli hafa heppnast þótt þetta sé auðvitað hundleiðinlegt á meðan .þetta gengur yfir en reyndu bara að láta einhvern taka fyrir þig hljóðdiska í bókasafninu..ótrúlega sniðugt. Farðu vel og varlega með þig elskan mín og bestu kveðjur, þín nafna.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband