6.10.2007 | 23:22
Að eignast kött...
... er bara gaman. Það er komin vika síðan við tókum köttinn að okkur fyrir systur mína og hennar fylgifiska en þetta er geldur fress, 1 1/2 árs og er hálfur Persi. Algjör eðalköttur, mjög geðgóður og svo loðinn og mikið krútt í bala.
Það er ótrúlega gaman að fylgjast með hegðun hans og hvernig hún breytist smátt og smátt eftir því sem hann verður öruggari hér hjá okkur. Hann var auðvitað mjög rólegur og var um sig fyrstu dagana og vildi svo sem lítið við okkur "tala." Við settum rúmið hans og kassann og matinn í kjallarann og hann borðaði nú ekkert fyrstu klukkutímana. Veit svo sem ekkert hvort það telst eðlilegt eða ekki þar sem ég hef aldrei séð um kött fyrr og veit lítið sem ekkert um þá En við höfðum samt opið upp til okkar þannig að hann gæti komið ef hann vildi.
Fyrsta daginn kom hann nánast ekkert upp. Lá mikið í rúminu sínu og stökk svo í burtu ef við nálguðumst. Daginn eftir kíkti hann aðeins upp. Varlega þó. Þriðja daginn var hann nú til í að vera meira uppi hjá okkur. Hann fór nánast beint upp í herbergi Sigrúnar og lá þar ofan á rúmteppinu hennar hálfan daginn. Var aðeins farinn að liggja kyrr þegar ég nálgaðist hann. Svo fór ég nú að reyna að klóra honum og klappa og þá varð hann ánægður og malaði hátt. Núna stekkur hann í stigann um leið og við opnum kjallaradyrnar og kemur strax upp til okkar og gengur sposkur í kringum okkur, er farinn að nudda sér aðeins upp við lappirnar á okkur og það er dálítið fyndið. Eins og honum sé farið að þykja vænt um okkur. Það hlýtur bara að vera því ég finn að væntumþykjan er allavega til staðar hjá okkur
Mér var ráðlagt að bíða í nokkra daga með að hleypa honum út þannig að ég hleypti honum út á fjórða degi. Það var rok og rigning en hann stökk út og við Sigrún fórum aðeins með honum. Þetta var svona eins og þegar kúnum er hleypt út á vorin, stökk upp í loftið og hann var farinn að kanna umhverfið sitt og við ákváðum að fara bara inn. Svo kom myrkur og við reyndum að kalla í hann en sáum hann hvergi. Ég hélt hann væri týndur greyið og myndi bara ekkert rata á nýja heimilið sitt En ekki aldeilis. Kl. 9 um kvöldið heyrum við mjálm við kjallaradyrnar. Þá er hann kominn heim blessaður. Ég hafði frétt af honum í vettvangskönnun í fjósinu hjá tengdó á mjaltatíma en auðvitað rataði hann aftur heim snillingurinn. Síðan er hann búinn að fara þó nokkuð oft út og kemur alltaf aftur eins og Marteinn Mosdal
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Awww dúllan, ofsalega er hann fallegur en það er greinilegt að honum er farið að þykja vænt um nýja heimilið snúðurinn þegar þeir byrja mala og nudda sér við lappir eru það skýr merki um að honum sé farið að líða vel og orðinn öruggur með sig, Ég var einmitt að fá svo stóra gjöf, kona sem heitir Kolla og er frá Eyrabakka sem er systir Hilmars mannsins hennar Brynju frænku senda mér skilaboð í vikunni sem leið og bauðst til að gefa mér hreinræktaða Persneska læðu ég bara stóð og gapti yfir þessu fallega boði og þáði ég það eftir að hafa boðist til að borga sem hún vildi ekki taka í mál hehe....litla skottan semég á að fá er reyndar ekki fædd sem er allt í lagi ég er alveg tilbúin að bíða hlakkar ekkert smá til.
En til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.
Benna, 7.10.2007 kl. 13:29
Takk Benna mín.
Frábært að fá hreinræktaðan Persa. Svolítið mikil vinna reyndar en örugglega vel þess virði. Til lukku með það mín kæra
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 7.10.2007 kl. 16:44
Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Hér hefur ýmislegt verið reynt af gæludýrum. Köttur, loðinn frá Gerðum, reif og tætti öll húsgögn og felldi hárin árið um kring. Það er langt í frá að ég sé tusku eða ryksugufíkill, en þetta var samt of mikið. Páfagaukar - gekk nokkuð vel en endaði með hjaraáfalli og dauða (fuglsins) þegar kötturinn nágrannans komst inn um gluggann. Finka - lifði til hárrar elli og var félagi husbóndans eftir að börnin voru farin að heiman. Lést úr elli í þvottahúsinu. Gullfiskar allnokkrir, en hafa drukknað í eigin heimili. Best hefur gefist að fá hunda til að passa tímabundið. Héðan af verður ekki tekið hér inn nokkurt dýr, fyrr en hjónakornin eru komin á aldur og geta sinnt því sómasamlega. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 7.10.2007 kl. 19:18
Æ hvað hann er sætur. Greinilega að honum líður vel hjá ykkur enda heyrist mér þið gera allt fyrir hann og það launar hann örugglega. Ótrúlega notalegt að láta einn mala í fanginu á sér (ég er sko að tala um köttinn). Langar hreinlega að fara að fá mér kött þegar ég les þetta en er ekki viss um að fröken Kolka sé jafn sammála því.
Bestu kveður úr sveitinni
Iris
Íris Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 19:45
Voða er hann mikið krútt. Er alltaf svo veik fyrir köttum. Áttum einu sinni rosalega fallega læðu sem varð fyrir bíl greyið. Þessi kann greinilega vel við sig í sveitinni. Bkv. Nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:21
Takk fyrir síðast elskan og ég vona að þú fyrirgefir mér bréfinhe he he....þú varst nú krúttlegur krakki og ert enn...ekki reyndar krakki en krúttleg engu að síður Játning. Ég er hrædd við flesta ketti, finnst þeir aðeins fjarska fallegir. Önnur játning, ég átti samt rottu fyrir gæludýr þegar ég bjó sem au-pair stúlka út í Sviss og var ekki hrædd við hana.....Skrítið Ég elska samt hunda og langar í Pug. Stórt knús á þig krútt og eigðu góðan dag
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 12.10.2007 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.