15.9.2007 | 10:43
Ísköld rigning
Brrrrrrr við hættum við að fara í réttirnar því þegar við vöknuðum í morgun (n.b. löngu áður en við vöknum venjulega á virkum dögum) var svoleiðis greeeeenjandi rigning og dálítill vindur. Svo núna um 10 leytið í morgun sáum við að það er komin slydda. Brrrrrr við nenntum því ekki að fara í tilgangslausar réttir að okkar mati til að hýra þarna í skítakulda sem áhorfandi í drullusvaði þannig að við ákváðum að sofa bara lengur og liggja undir heitri sænginni og fara í bíó eftir hádegið í dag með prinsessuna á bænum. Hún var alsæl með þá hugmynd sem móðir hennar kom með þegar allir voru nývaknaðir eftir vekjaraklukkuna þannig að við snerum okkur bara á hina hliðina og héldum áfram að sofa Svona á að gera þetta hehe.
Minni á WC pappírinn sem er til sölu hjá mér (sjá neðri færslu). Mæli eindregið með því að þið kaupið eins og eina pakkningu því það er svo mikill munur að þurfa ekki að fylla alla innkaupapoka af klósettpappír eða eldhúsrúllum í hverri búðarferð. Betra að eiga þetta á lager heima bara
Og svo er að sameinast yfir imbanum í kvöld og horfa á MR. BEAN. Sigrún bíður spennt eftir að sá mikli snillingur sýnir sig í sjónvarpinu í kvöld.
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ - já- þetta var skynsamleg ákvörðun. Ég vorkenni samt því fólki sem fær svona veður í réttunum sínum. Einhverntíman hefði ekki verið hægt að fá mig til að trúa því að ég lifði af án þess að fara í réttirnar, en ég veit nú að það getur verið líf án rétta. Þegar ég átti ekki lengur neina kind og hafði ekki aðstæður til að fara ríðandi í réttir og á móti, þá varð ekki eins mikið "möst" að mæta. Samt fæ ég alltaf smá fiðring á þessum tíma og fylgist með öllu sem fréttist að smölun og réttum. Hafið það gott undir sænginni, kv.
Helga R. Einarsdóttir, 15.9.2007 kl. 12:07
Hæ hæ vildi bara kvitta fyrir mig kíkji oft á síðuna þína ;)
Skil ykkur að kúra bara heima og hafa það gott en að fara í þessu veðri í réttir.
Góða skemmtun í bíó og svo fer nú að styttast í hittinginn hjá okkur bakkaskvísum ;);)
Bestu kveðjur Eín Birna frænka.
Elín Birna (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.