Til hamingju Selfoss ...

... með að ég fæddist hér!  Jább Selfoss er orðið 60 ára bæjarfélag.  TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ KÆRA SELFOSS.  Suðurlandsins eina von... segi ekki meir!

En hvað sem því líður þá er ég farin að selja klósettpappír.  Jú jú nema hvað.  Það er til styrktar námsferðinni sem við í leikskólanum Krakkaborg erum að fara í næsta vor.  Ætlum við til Jótlands og þurfum að selja skeinispappír og berjaljós til þess að komast út Shocking  Spurning um að hafa uppi á Lionsklúbbnum Kidda og spyrja þá hvernig þeir báru sig að í þessum efnum hér um árið haha.  LoL

En til sölu er hann.  Tveggja laga LOTUS klósettpappír.  48 rúllur saman í pakkningu á 2.500,- krónur.

Einnig er ég með aðeins mýkri klósettpappír fyrir blúndurassana Joyful en þar eru 30 rúllur í pakkningunni á 2.500,- kr.

Já og ég á til eldhúsrúllur líka.  Assgoti fínar og eru þær 15 í pakkningu á 2.500,- kall.  Mjúkar og fínar.

Ef þið viljið styrkja þessa ferð okkar í leikskólanum sendið mér tölvupóst á rannveig@emax.is 

Annars er það helst að frétta að ég fékk breyttan tímanum hjá Sigrúnu í fimleikunum.  Hún verður á föstudögum kl. 14 í stað laugardaganna kl. 09 Sleeping  og ég held þetta verði bara betra.  Þá getum við aðeins sofið út á laugardögum.   AAAAhhhhh ég er strax farin að hlakka til.  Reyndar verður þá engin afsökun fyrir réttunum á laugardaginn Pouty  brrrr.  Held það verði ansi blautt og kalt.  Sigrún veit ekki alveg hvað á að gera í þessum réttum en "í svona réttum verður maður allavega að vera í kuldagöllum"  sagði hún mér áðan.   Og jú við þurfum nesti líka.  "Samlokur með salati.  Svona hauskúpusalati."  "Hvað er nú það" spurði ég alveg græn.  "Æi mannstu ekki.  Svona haus"  Happy  Já líklega hefur hún heyrt talað um salathaus stúlkan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband