Vika í þetta

Jæja þá er bara vika í stóra daginn og allir orðnir spenntir    Ja allavega ég svo mikið er víst.  Kallinum var rænt úr vinnunni áðan af nokkrum félugum... Sem sagt steggjagleði framundan.  Ég vona að þeir fari vel með kallinn.  Ég vil fá hann heilann heim Ullandi

Síðasta herceptin sprautan hefur farið fram og gekk vel að vanda.  Fékk knús og góðar óskir frá hjúkkunum á göngudeildinni.  Svo þarf ég nú að fara á 6-8 vikna fresti til að láta skola lyfjabrunninn.  Ég vil nú ekki storka örlögunum alveg strax með því að láta fjarlægja hann... ég bíð aðeins með það.

Við Stebbi áttum stefnumót í hádeginu (fyrir lyfin) og fengum okkur humarveislu á Laugaási.  Já gamla vinnustaðnum mínum Glottandi  Frekar fyndið að koma þarna inn.  Þetta er allt eins og það var, sömu stólarnir, sömu borðin, sami matur... ja eða lítið breyttur matseðill en kannski örlítið dýrari Óákveðinn og já sami eigandi sem var á vappinu þarna frammi til að fylgjast nú með að þetta fari nú allt saman rétt fram    Maður fékk nú smá svona Flashback...  En humarinn var rosalega góður og fékk ég hrásalat í svona litla skál til hliðar... ég sá náttúrlega alveg fyrir mér hvernig þetta var allt gert þarna á bakvið.   Gaman að þessu verð ég að segja.

Kveð í bili   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ummm þetta hefur verið skemmtilegt hjá ykkur ekki klikkar humarinn. Já vonandi kemur Stebbi hress heim hehehe...Sjáumst kveðja Svava

svava (IP-tala skráð) 19.8.2006 kl. 20:02

2 identicon

Vonandi hefur Stebbi verið hress eftir steggjateitið. Til hamingju með að vera búin með lyfin elskan og gott gengi í lokaundirbúningnum....bestu kveðjur, nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband