23.7.2007 | 11:29
Komin heim í heiðardalinn...
komin heim með slitna skó eftir mjög skemmtilegt ferðalag. Byrjuðum á ættarmóti við Langavatn með öllum Norsurunum. Það var mjög gaman og vel heppnað í góðu veðri allan tímann. Svo héldum við á vit ævintýranna á Snæfellsnesi næstu daga á eftir og skoðuðum Arnarstapa, Hellnar, Djúpalónssand, Lóndranga við Malarrif, Ólafsvík, Grundarfjörð og ég veit ekki hvað og hvað. Fórum síðan til Sibbu söst og co norður í Vesturhóp og fórum þar út á vatn á litlum álbát og mín veiddi nokkra titti og svei mér þá ég held ég sé komin með veiðidelluna aftur Ég hafði ekki farið að veiða síðan ég var krakki og fór þá oft með foreldrum mínum og mér fannst það mjög gaman. Ætli maður fari ekki að grafa upp einhverjar veiðigræjur í kjallaranum og skelli sér út í vatn Sigrúnu fannst líka frábært að vera úti á vatninu og vorum við hátt í 3 tíma úti á vatninu. Og svei mér ef Stebbi hefur ekki notið sín líka bara. Þegar Stebbi fór á sjóinn....
Nú nú nema hvað... svo komum við heim á fimmtudaginn og stoppuðum stutt við heima því við skelltum okkur á Apavatn á föstudaginn. Við fórum nokkrar í gamla genginu úr Árbæ og vorum fram á sunnudag. Stebbi stakk okkur af fyrir hádegi á laugardag til að steggja Gunnar Svan vin sinn því við erum að fara í brúðkaup á næsta laugardag hjá honum og Áslaugu. Þannig að við Sigrún vorum 2 í fellihýsinu allan laugardaginn og um nóttina og það var nú hálf skrítið. Enginn kall til að grilla ofan í okkur og svona þannig að ég þurfti að grafa gamla sjálfstæðið upp og barasta sjá um þetta sjálf. Og gekk það svona glimrandi vel.
Nú er komin smá pása frá útilegum. Alla vega þangað til um verslunarmannahelgina og þá er nú spurningin hvert maður fer
Kveð í bili. R
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég er sammála nú er komin pása frá útilegu þó væri ég alveg til í að halda áfram en maður verður að vinnaEn verðum við ekki að fara safna upplisíngum um góð tjaldsvæði sem eru barnvæn fyrir verslunarmannahelgina annars endum við bara uppi í sumó með foreldrum okkar og dettum í það eins og síðast verðum í sambandi kveðja Kolla.
Kolla rauða (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 13:10
Velkomin heim elskan Hvernig smitast maður af veiðidellu????? Ég á sko allar græjur, vöðlur, skó veiðistöng og alles......vantar bara smá áhuga. Kallinn minn gaf mér þetta allt og það skortir sko ekkert upp á áhugann hjá honum Þetta kemur kannski ef ég fæ einn stóran En að allt öðru.....klukk,klukk,klukk,klukk,klukk,klukk,klukk.....hlakkar til að skoða klukkið þitt....bara svona að minna á
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 24.7.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.