26.6.2007 | 17:46
Fjölmenni í flóanum
Já það var fjölmenni á fundinum sem sveitastjórn Flóahrepps boðaði til í Þjórsárveri í gærkvöld. Fróðlegt var að hlusta á allar þær skoðanir sem fram komu um hvort það ætti að virkja Urriðafoss eða ekki. Langflestir voru á því að fresta virkjunarframkvæmdum og skoða málið betur með tilliti til umhverfisáhrifa. Ég veit samt varla enn í hvorn fótinn ég á að stíga í þessu máli. Þegar ég heyri í fólki sem vill fá virkjunina og færir rök fyrir því þá finnst mér það alveg hið besta mál. Gæti verið svo sammála En svo heyrði ég öll þessi sjónarmið í gærkvöldi og fannst þau rök (mörg hver) alveg eiga rétt á sér líka. Hvað ættum við að gera? Auðvitað er fáránlegt að við þurfum að fórna fossinum til þess að fá betri vegi (bundið slitlag) og betra gsm símasamband Þessir hlutir eiga bara að vera í lagi og við eigum ekkert að þurfa að fórna einhverri náttúruperlu fyrir það frekar en eitthvert annað sveitarfélag. Ég skal ef þú gerir. Bara fáránlegt. En svona held ég hins vegar að málin verði. Það liggur víst ekki fyrir á næstunni að betrumbæta vegina hér í sveit. Og ekki heldur að bæta gsm sambandið. Á næstu áratugum kannski en ekki nærri strax. Og hvað þá? Eigum við þá að virkja? Það er stór ákvörðun sem sveitastjórnin stendur frammi fyrir á næstu dögum og ekki öfundsverð.
En allavega. Ég er orðin forsíðustúlka ásamt nokkrum sveitungum mínum. Þar kom að því að draumurinn rættist, hehe. RUV var á svæðinu líka í gær og maður er orðinn sólbrúnn af allri flassnotkuninni þarna.
Kveð í bili.
R
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Betra GSM samband, það eru einungis 30 ár síðan ég bjó í flóanum og þá var símanúmerið heima, löng löng löng stutt, og einungis opið á miðstöð 4 klst á dag ef maður vildi hringja annað en á þá 12 bæi sem voru á sömu línu. Að hringja í mömmu í vinnuna á Sefossi gerði maður ekki.
Og fossinn var þá sem nú fallegur.
Kem í sumar að líta á hann.
Þóroddur (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 18:01
Ha ha já það er hröð þróunin Þóroddur Ég man nú eftir einni sem gat hlerað símtöl með útvarpinu fyrir uþb 15 árum síðan eða svo skyldi það vera ennþá hægt?
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 26.6.2007 kl. 20:32
Já Rannveig svakalega ertu fræg gott að þekkja þig Fer nú að koma í heimsókn í sveitina og til lukku með station fellihýsið
Anna Kristín (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 22:44
Á hvaða forsíðu , bara að kvitta geri það sjaldan hlakka til að sjá ykkur á ættarmótinu
aníta (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 10:51
Já Anna mín þetta er rosalegt hehe Hlakka til að sjá þig í sveitinni.
Aníta hlakka líka til að hitta ykkur öll á ættarmótinu. Þetta var víst á forsíðu Moggans í gær. Það sést nú bara vangasvipurinn á mér. Ég er þessi með sólgleraugun á hausnum
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 27.6.2007 kl. 14:01
Ok. var það skvísan með sólgleraugun, var einmitt að spá í hver þetta væri, þekkti auðvitað Möggu og Steina. Já, þetta er ansi hreint flókið þetta mál og bæði þessi sjónarmið skiljanleg. Verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðum. Já, sú var nú tíðin að maður þekkti allar hringingar í Bæjarhreppnum( var nebbnilega símavörður). Bestu kveðjur í sveitina, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 14:27
Takk nafna mín. Alltaf gaman að vita að þú fylgist með.
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 27.6.2007 kl. 14:54
Bara að kvitta fyrir mig!! Kíki alltaf reglulega hingað inn... loksins komin með netið í Fífuselinu! Láttu endilega verða að því að kíkja þegar þú ert komin í frí! Þið eruð ALLTAF velkomin elskurnar!
Bestu kveðjur, Þórlaug og co
Þórlaug (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.