22.6.2007 | 21:59
Glimrandi góð sumarhátíð hjá Krafti
Jæja við fórum á sumarhátíðina hjá Krafti í gær í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og tókst hún nú heldur betur vel Við fórum inn í garðinn húsdýragarðsmegin og selirnir voru aðeins skoðaðir og vísindaveröldin líka. Hún var mjög spennandi og ýmislegt spekúlerað. Á methraða þó því Sigrún hafði ekkert mjög mikla þolinmæði gagnvart þessu dótaríi þannig að við héldum áfram og hún fór í hringekjuna en það var einmitt frítt í tækin þennan dag (eins og í garðinn sjálfan reyndar ) og svo aftur í hringekjuna og aftur... já já endalaust. En svo voru nú Skoppa og Skrítla að fara að byrja þannig að við skundruðum áfram til að sjá þær. Ekki var nú verra að Hara systur voru að kynna herlegheitin sem þarna fóru fram og Sigrún byrjaði nú á því að hlaupa til þeirra. Því þær eru jú orðnar vinkonur sko ekkert smá spennandi. Hún vildi nú svo endilega að ég myndi segja þeim frá því þegar hún fór í fallturninn um daginn og var skíthrædd því ekki þorði hún því sjálf. Móðirin var nú ekki alveg á því þannig að það gleymdist bara. Svo byrjuðu nú trúðasysturnar með sitt prógramm og Sigrún hæstánægð með þær. Svo komu Dýrin í Hálsaskógi og sýndu okkur hvernig lífið í Hálsaskóginum gengur fyrir sig Ekkert smá flott og leikhópurinn (sem ég get ómögulega munað hvað heitir) sýndi þarna snilldartakta og BAKARADRENGURINN sló nú algjörlega í gegn. Ekkert smá fyndinn gaur þar á ferð Leikritið var sýnt inni í skóginum hjá Ökuskólanum og búið að færa þetta í aðeins nútímalegra horf. Mikki refur ætlaði t.d. að borga kökurnar með korti en þurfti svo að fara í hraðbankann já þetta var algjört æði bara. Systur mínar komu líka og nokkrir fylgifiskar með þeim og við fengum okkur svo kaffi í veitingahúsinu og áttum bara yndislegan dag í þessu frábæra veðri og á þessum líka dásamlega stað.
Kraftur - takk kærlega fyrir okkur
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já takk fyrir síðast syss þetta var nú aldeilis skemmtilegt þarna í Húsdýragarðinum. Kv. Gúa syss.
Guðrún Bjarnfinnsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.