Home sweet home

Jæja þá erum við komin heim úr ferðalaginu en við fórum norður á Akureyri á föstudaginn.  Umferðin gekk nú bara nokkuð vel norður.  Nokkrir bílar brunuðu nú framúr okkur en allt gekk þetta vel fyrir sig og við urðum ekki vör við nein slys eða beinlínis ofsaakstur.  Ja fyrir utan þónokkur bifhjól sem tóku framúr okkur á urrandi siglingu.  Ja þau hjól sem óku framúr okkur voru langt yfir löglegum hraða því við náðum að halda okkur á um 80-90 nánast alla ferðina.   

En hvað um það.  Við vorum komin norður um 9 leytið á föstudagskvöldið og fórum á tjaldsvæðið að Hömrum.  Fundum þetta fína svæði hjá Kollu og Steinari (ásamt börnunum 2 og einum hundi).  Við tjölduðum nálægt fínni tjörn þarna með nokkrum hjólabátum á og einum góðum árabát.  Fleiri ferðalangar bættust smátt og smátt í hópinn okkar á föstudagskvöldið og vorum við alls með 2 fellihýsi, 2 tjaldvagna og einn  húsbíl Cool  samtals voru hundarnir 3 í tjaldbúðum okkar og höfðu börnin sérstaklega gaman af þeim. 

Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur og það var algjör rjómablíða allan daginn.  Við kíktum í göngutúr um svæðið ásamt því að slappa vel af eins og maður Á að gera í útilegum Tounge  og seinni partinn kíktum við litla fjölskyldan á Ragnheiði og Tómas (frændfólk bóndans) og þar sofnaði skvísan mikið þreytt eftir mikla útiveru og hamagang. 

Grilluðum okkur lax um kvöldið og sátum langt frameftir í kyrrðinni.  Já ég segi kyrrðinni því við urðum ekki vör við þessi ólæti sem áttu að hafa verið þarna á svæðinu Woundering  Unglingasvæðið var að vísu spöl frá okkur og við heyrðum svo sem í tónlist og svoleiðis en ekkert til að tala um.  

Tókum svo saman um hádegisbilið á sunnudag og fórum suður Kjöl.  Hann var ágætur en maður fer nú ekki hratt yfir með fellihýsi aftan í GetLost  Við komum við í bústaðnum hjá mömmu og pabba á leiðinni heim og fengum aftur grillaðan lax Smile voðalega gott.  Langt ferðalag fyrir stuttan tíma þannig að það voru þreyttir ferðalangar sem skriðu uppí rúm í gærkvöldi Sleeping  Læt fylgja með nokkrar myndir að gamni úr ferðinni.

Sest að snæðingi á föstudagskvöldinu    Ásdís Bára og Sigrún í sumarskapi    Bóndinn með flugdreka    Í göngutúr á Hömrum (Kjarnaskógi)  Sigrún með tjaldbúðir okkar í baksýn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir síðast  en hvað heldurðu að ég hafi fundið svo í vasa inn í tjaldvagni hjá mér KLEMMUR svo ég var mesta húsmóðirin en bara búin að gleyma hvar ég geymdi þær svona eru bara fyrstu útilegurnar maður mann ekki allt!

Kolla rauða (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 11:55

2 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Nei hahaha en fyndið.  Við hefðum átt að tala meira um þessar hel... klemmur.  Svona er þetta.  Ég er sko búin að punkta þetta hjá mér á næsta lista með álpappírnum og plastfilmunni

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 19.6.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband