30.4.2007 | 19:43
Léleg sápuópera
Nú get ég ekki orða bundist lengur. Hvað er þetta með þetta ríkissjónvarp??? Sko það er 1. maí á morgun og þ.a.l. frídagur. Allir löngu hættir að fara í kröfugöngur eða alla vega þeir sem ekki fara í slíkar göngur eru kannski heima og langar jú ef til vill að horfa aðeins á imbann svona til að drepa tímann. Ja alla vega fyrir hádegi svona á meðan maður er að vakna. En nei nei. RÚV tekur sér bara hlé frá kl. 10.07 á morgun og til kl. 15.00 Hvað er að eiginlega???? ER í alvöru ekki hægt að sýna eitthvað fyrir börnin á þessum tíma? T.d. eina eða 2 gamlar og góðar teiknimyndir. Ja eða leiknar myndir. T.d. Ronju Ræningjadóttur, Línu Langsokk eða Emil í Kattholti svo fáar séu nefndar. Ég á bara ekki til orð lengur. Djö..... skylduáskrift. Og maður fær EKKERT fyrir peninginn. Hnuss!!!!
Og hvað er með þetta mál sem Jónína Bjartmarz á að hafa haft bullandi áhrif á. Á ekkert að fara að ræða eitthvað annað í þessu þjóðfélagi? Ég bara spyr. Þetta er orðið eins og léleg sápuópera hérna.
Kveð í bili og eigiði góðan verkalýðsdag EKKI fyrir framan imbann...(RÚV þ.e.a.s.)
Er annars góð bara
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.