Afmælishelgin mikla búin, úfffff

Jæja þá er þessari miklu helgi að ljúka.  Búið að vera mikið fjör og mikið gaman Happy   Við vorum sem sagt með afmælisveislu bæði á laugardaginn og sunnudag (í dag).  Fjölskyldan og vinir komu á laugard. og 10 vinkonur komu í dag.   Og það var auðvitað þvílíkt fjör báða dagana og veðrið alveg yndislegt.  15 stiga hiti og nice og trampolínið sem við gáfum Sigrúnu í afmælisgjöf er aldeilis búið að nota um helgina.  Stelpurnar vildu helst vera bara úti að hoppa og nenntu varla að borða afmælisköku Smile   Við vorum með ostapinna handa stelpunum í dag, samansetta af skólaosti og vínberjum og þeir ruku út eins og heitar lummur.  Ég hefði aldrei trúað því að 5 ára pæjur myndu frekar vilja ostapinna heldur en afmælisköku.  Sko súkkulaðiköku með miklu nammi á.  Ótrúlegt Smile  Svo er líka alveg brilljant hugmynd að vera með tortillur smurðar með pizzasósu og sett skinka og ostur á milli og hitað í öbbanum.  Þetta var líka mjög vinsælt.  En skvísan er búin að fá þvílíkt af flottum gjöfum og alveg slatta af fötum og er auðvitað hæstánægð.  Það eru komnar myndir á heimasíðuna hennar úr afmælinu og eins 2 stutt myndbönd.  Endilega kíkið á þau.    Ég held það verði þreytt fjölskylda sem fer snemma að sofa í kvöld Gasp 

Þangað til næst kæru vinir  Wink  Sigrún og afmælisormurinn  Kanínan hoppar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með dömuna, ótrúlegt hvað tíminn líður ég trúi því ekki að það eru fimm ár liðin - ótrúlegt.  En við viljum senda ykkur hamingju óskir með dömuna og við kíkjum fljótlega á ykkur í sveitina.

kveðja úr annari sveit "til sjávar og sveita........ " Sigga

Sigga Sigfús (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 19:16

2 identicon

Takk fyrir síðast , alltaf gaman að koma í veislu í Vorsabæ þvílíkar tertur og brauðréttir , heitir og kaldir, fyrir utan það alltaf gaman að skrafa við skemmtilegt fólk stórt og smátt. Takk fyrir mig ,kveðja Ko - Kolla.

Anna Kolla (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 19:27

3 identicon

Innilega til hamingju með afmælisbarnið. Gaman að heyra þetta með ostapinnana, börn eru svo ótrúlega skynsöm ef eitthvað hollt er í boði. Bestu kveðjur í sveitina, þín nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 12:39

4 identicon

Aldeilis flott bleika kanínustelpan þarna á trampólíninu 5 ára pæja.  Takk kærlega fyrir okkur þetta var voða gaman og flottar kræsingar hjá þér Rannveig.  Knús Svava og Reynir Örn

Svava (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband