22.6.2006 | 01:39
Loksins þurrkur á þessu holdvota landi
Jæja þá hefur maður notað þurrkinn vel í dag... garðurinn sleginn og barinn, vinnufólkið mitt hirti heyið og keyrði prinsessuna um í hjólbörunum, ég bar svo á sandkassann hennar Sigrúnar *hhmm* sem húsbóndinn smíðaði by the way í fyrrasumar og átti að bera á hann þá... úbbs já var það ekki annars bara rigningasumarið mikla og ekki hægt að bera á hann þá??? segjum það bara. Þannig að nú er hægt að fara að setja sand í kassann og byggja þessa fínu kastala. Þaheldégnúh.
Annars erum við búin að hafa það rosalega gott öll í sveitinni síðustu daga. Hafsteinn og Þuríður búin að vera ansi öflug í sveitastörfunum. Þau eru búin að taka að sér eina litla kisu sem á nú reyndar heima á næsta bæ (ég næstum það ekki skilið fæ ) en hún er á eftir þeim alveg óð... og þau eru búin að vera að gefa henni mjólk að drekka og mat að eta. Hún á 5 kettlinga held ég (er nú reyndar kettlingsgrey sjálf) og nýjustu fregnir herma að hún sé enn og aftur kettlingafull já það er mikil frjósemin í sveitinni. Það er svei mér þá allt að fyllast af köttum hérna í kring. Ja maður ætti ekki að rekast á neina mús á meðan. Það er ábyggilegt.
Fer í lyf á morgun (í dag reyndar því klukkan er orðin svo margt) og Hafsteinn kemur með í bæinn því hann er að fara til útlanda á föstudaginn. Þuríður ætlar að vera lengur. Það er soooo gaman í sveitinni. Sigrún er búin að vera í fríi alla vikuna og við fórum reyndar á sumarhátíð Ásheima í dag (gær) og fengum grillaðar pylsur og safa og skemmtum okkur vel. Það var fínasta veður... ja sumar pylsurnar urðu nú hálf sandblásnar í rokinu Fórum svo í pönnsur til Boggu ömmu. Hún klikkar ekki á bakstrinum konan frekar en fyrri daginn. Eriddiggiorðiðgotth!!!
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ eskan.. bara nokkrar línur úr vinnunni í góda vedrinu hérna í køben... reyndar var smá væta í gær sem passar alveg midad vid ad thú segir ad thad hafi verid thurt hjá ykkur... virdist alltaf vera andstædur í vedrinu á milli thessara tveggja landa;o) Takk fyrir bodskortid og ég gef svar mitt eins fljótt og ég get!!!
Í næstu viku er ég ad fara á útihátíd fyrir börn med vinnunni, vid verdum 3 med 35 börn í 3 daga.. verdur örugglega voda gaman, thad eru hljómsveitir ad spila og sonna... ég segi nú ekkert annad en: hver tharf á hróarskeldu hátíd ad halda thegar madur hefur Vilde Vulkaner (en thad er nafnid á hátídinni) Eydís fer líka med klúbbnum sínum;o) vei vei gaman gaman!
Bid ad heilsa í bili
Knús Thora
Thora (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 10:10
Hæ hæ greinilega stuð í sveitinni, já loksins komið þetta fína veður sól og blíða erum líka að græja okkur í útilegu núna og líklega verður stefnan tekin á Þórsmörk. Ég segi bara góða Jónsmessuhelgi kveðja Svava
svava (IP-tala skráð) 22.6.2006 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.