17.6.2006 | 11:22
Hæ hó jibbí jei...
Blómin springa út og þau svelgja í sig sól. Sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól. Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag. Því lýðveldið ÍSLAND á afmæli í dag...
Hæ hó jibbí jei og jibbí jei... það er kominn 17. júní.
Gleðilega þjóðhátíð góðir landsmenn til sjávar og sveita. Hér rignir auðvitað eins og hefðin er á þessum degi, að árinu 2005 undanskildu, því í fyrra var einmitt bongóblíða á 17.júní. Þá fórum við á hátíðahöldin í bæjarhreppnum og fengum pylsur, blöðru, andlitsmálun og kaffi á eftir. Það er hefð fyrir því. Við Sigrún erum að baka köku núna og ætlum svo að kíkja í Félagslund á hátíðahöldin.
Eigið góðan dag.
Fyrir ykkur sem nennið ekki út þá er nýja Stuðmannamyndin Í takt við tímann á Stöð 2 bíó núna kl. 12
Um bloggið
Bloggsíða Rannveigar
Ný könnun!!
Ýmsar síður
-
Ýmsar síður
Gunnur beib í DK -
Ýmsar síður
María Erla Kraftakona -
Ýmsar síður
Pálína Kraftakona -
Ýmsar síður
Dabba Kraftakona -
Ýmsar síður
Þóra í Danmörku -
Ýmsar síður
Sigrún prinsessa -
Ýmsar síður
Gamla bloggið mitt -
Ýmsar síður
Barnanet.is -
Ýmsar síður
Barnaland.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég held ég kíki nú bara á stuðmenn, svei mér þá. Hvernig er þetta bara með okkur Árbæjardömur og sumarfrí...ætli þetta verði eins og sumarið 1955 eins og gömlu mennirnir eru alltaf að tala um..það stytti ekki upp fyrr en í september..neinei það verður ekkert svoleiðis. Bestu þjóðhátíðarkveðjur í sveitina, þín nafna.
Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2006 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.