Dagur 7.

Jæja mér gengur bara vel á þessu breytta mataræði.  Er ekkert neitt svakalega svöng inn á milli en ég viðurkenni að stundum kemur upp sú hugsun hjá mér þegar kemur að máltíð að ég nenni ekki að finna mér neitt til að  borða.  Hugmyndaflugið er ekki upp á marga fiska þannig að það vill verða pínu einhæft hjá mér mataræðið.  Þá gríp ég kannski epli eða annan ávöxt eða hnetur...  bara takmarkað hvað mig langar í það.  Ég horfði inn í matarbúrið mitt í gær og sá súkkulaði og fleira gotterí og hugsaði hvað það væri nú gott að fá sér einn mola Tounge  en fékk mér EKKI!!!  Mér finnst auðveldara að standast freistingarnar núna en oft áður.  Ég var meira að segja búin að ákveða að hafa smá nammidag í dag en ég tými því varla.  Undecided  Skrítið ekki satt?!  Kannski út af því að ég fann hvað var orðin mikil þörf hjá mér að taka til "inni í mér"  Grin

Einu fráhvörfin sem ég hef fundið fyrir er hausverkur part úr degi og svo ekki söguna meir.  Ég vona bara innilega að mér muni ganga þetta vel næstu vikurnar.  En eftir 3 daga má ég fara að borða rautt kjöt aftur og fá mér kaffisopa þannig að þetta verður nú bara pís of keik Wink 

Ég mæli eindregið með því við ykkur þarna úti sem líður illa í maganum, meltingin í einhverju fokki eða harðlífið að drepa ykkur að prufa að taka út hvítt hveiti, ger og allan sykur og sætuefni.  Ykkur mun líða svoooo miklu betur.  Í staðinn fyrir hvíta hveitið getið þið notað heilhveiti, spelt eða rúgmjöl t.d. og í staðinn fyrir hvítan sykur notiði Agave-sýróp sem er mun hollara og fæst í Heilsuhúsinu.  Nú svo getið þið notað vínsteins-lyftiduft í stað gersins og ég læt hér fylgja uppskrift að pizzabotni sem er svo auðveldur að maður er búinn að gera hann áður en maður byrjar.  Tounge

Spelt-pizzabotn

  • 250 gr. fínt spelt
  • 3 tsk. vínsteins lyftiduft
  • 1 tsk. herbamare jurtasalt
  • 2 msk. ólívu olía
  • 125 ml. volgt vatn

Allt hráefnið sett í skál og hnoðað saman (ekki of lengi þá verður deigið seigt).  Flatt svo út og forbakað í 3 mín. við 200°c og síðan setjiði það sem ykkur lystir á botninn og bakið áfram í 10 - 12 mín. og njótið.  Ef þið eruð ekki tilbúin með það sem á að fara á pizzuna þegar hún hefur forbakast í þessar 3 mín.  leggið þá blautt vizkustykki yfir botninn svo að hann verði nú ekki að hrökkbrauði.

Þessa einföldu uppskrift er líka hægt að nota sem brauð með súpu t.d. og um daginn gerði ég nokkur lítil brauð sem ég smurði svo með hvítlauksolíu og bakaði aðeins skemur.  Rosalega gott.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú stendur þig eins og hetja nafna mín ekki að ég hafi búist við neinu öðru. Þessi pitsubotn lítur vel út...prófa hann fljótlega... Bestu kveðjur, nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 15:42

2 identicon

Hæ sæta

ótrúlegur viljastyrkur alveg... hugsa ad kaffid væri verst fyrir mig... ég sem drakk ekki kaffi fyrir rúmu ári sídan hehe

bid ad heilsa í kotid!!

knús Þóra

Þóra (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband