Dagur 3 - punktur!

Jæja þá er ég búin að ferma LoL  Tounge heh!!

Þá er þriðja - deginum að ljúka hjá mér á hreinsikúrnum og gengur svona ljómandi vel.  Ég hef reyndar setið á dollunni megnið af tímanum... Tounge  nei nei.  Ég fer svo sem ekki nánar út í lýsingar hér en við skulum segja að þetta gangi brilljant vel.  Ég borða núna bara meira af ávöxtum og grænmeti.  Kjúkling í hádeginu og kartöflur.  Speltbrauð í kaffinu og ávöxt.  Nú svo eitthvað létt á kvöldin svona... agalega gott alveg.  Sykurlöngunin er barasta engin hjá mér (ennþá Joyful) og ég skutla í mig lúku af hnetum inn á milli og þurrkuðum ávöxtum aðeins líka.  Háma í mig appelsínu í þessum töluðu orðum. 

Ég var reyndar með mikinn hausverk í dag eftir vinnu.  Gat lagt mig í heila 2 tíma og þá lagaðist ég.  Spurning hvort koffeinið sé að kalla eða hvað.  Nú eru 3 dagar komnir án nokkurs koffeins en svo skrítið sem það er að mig langar ekkert í það.  Fæ mér bara te eða vatn og smá ávaxtasafa af og til þá er deginum reddað.

Læt heyra meira frá mér fljótlega.  Adios mi amigos Smile

Sorry hef aðeins gleymt mér hérna.  Aðgerðinni var frestað hjá mér um a.m.k. viku.  Fer sem sagt að tala við svæfingarlækninn og skurðlækninn á mánudaginn næsta og svo kemur í ljós í framhaldinu hvort ég fari strax daginn eftir í aðgerðina eða þriðjudaginn eftir páska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissi það þetta myndi ganga eins og í sögu og hausverkurinn er bara smá fráhvörf frá kaffinu.....það lagast. Góðar kveðjur, nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:28

2 identicon

Hæ elsku vinkona!  Það er alltaf sami dugnaðurinn í þér, ekki að spyrja að því!  Vildi að ég hefði þennan sjálfsaga, en þarf greinilega að taka mitt mataræði í gegn. Tómas minn er ekki að fíla það sem móðirin setur ofan í sig... hmmmm kannski er það helvítis súkkulaðið sem ég er svoooo sólgin í alltaf hreint! Örugglega ekki gott í maga á ungabörnum!

Það er svo geggjað fyndið að lesa bloggið þitt, grenja úr hlátri í hvert skipti!! Þú ert bara snilld!

Við biðjum að heilsa í sveitina og gangi þér vel með þetta allt saman. Þið munið svo að þið eruð ALLTAF velkomin í Skaftahlíðina!

Þórlaug, Kiddi og Tómas

Þórlaug, Kiddi og Tómas (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 12:55

3 identicon

Takk fyrir kveðjuna nafna mín :o) Og Þórlaug mín takk fyrir líka. Ég var að gæla við að kíkja á ykkur á mánudaginn næsta þegar ég á að mæta í þessi viðtöl við læknana. Ég ætti að vera laus um kaffileytið vonandi.  Annars verð ég bara í sambandi við þig.

Rannveig Bjarnfinnsd. (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband