Þessir læknar...

Hér sit ég fyrir framan tölvuna með þennan líka svakalega lepp fyrir hægra auganu og sé varla hvað ég er að skrifa.  Það er ótrúlegt hvað hefur mikið að segja að sjá með báðum augunum    þrívíddin hverfur einhvernveginn alveg þegar maður hefur bara eitt auga til að sjá með.  En hvað um það.  Aðgerðin er sem sagt búin og hún gekk nú fljótt fyrir sig.  Þetta tók ekki nema svona 20 mínútur og ég fann nú ekkert til á meðan hann var að krukka í mér með þessari líka löngu og óhugnanlegu nál, jakk.  Ég var deyfð í báða augnkrókana með mjög fínni en súper langri nál (fékk á tilfinninguna að ég væri komin til tannsa) og ég fann örlítið fyrir því þegar hann stakk með þeirri nál.  Svo var ég fljót að dofna upp og hann fór svo á bólakaf með sveru nálina í báða augnkrókana hjá mér.  Gerði þó meira hægra megin og spurði hvort ég finndi bragð ofan í kok.  Jaaaa ég var ekki frá því þannig að það veit á gott.  Það þýðir að það hafi opnast aðeins þarna á milli og hann var í raun bjartsýnni þegar hann var búinn að þessu heldur en á miðvikudaginn þegar ég hitti hann.     Sem er náttúrlega bara frábært.  Vooooonandi að þetta hafi borið árangur.  En svo ropaði hann því nú út úr sér að ef þetta virkaði ekki þá gæti hann boðið mér upp á annars konar aðgerð sem væri nú öllu stærri en þessi.  Að setja einhverskonar gervigöng þarna í staðinn fyrir hin.    Haaa?  Gat hann ekki dr..... til að segja það strax þarna á miðvikudaginn.   Ja það hefði sparað mér mikil vonbrigði og svartsýniskast í kjölfar viðtalsins hjá honum þá.  Þeir eru ótrúlegir þessir læknar.  Halda að maður viti bara allt.   Hvernig í ósköpunum átti ég að vita að eitthvað annað væri í boði fyrir mig eftir það sem hann sagði við mig á miðvikudaginn.  Ég hef ekki lært fo.... augnlækningar.  Hnuss.

EEEEEnnnn ég fór sem sagt út frá honum áðan mun bjartsýnni en áður og nú er bara að sjá hvort þessi aðgerð breyti einhverju.  Ég má taka leppinn strax í fyrramálið en má búast við því að einhver bólga geti komið í þetta og jafnvel mar.  En ef þetta virkar ekki þá hef ég allavega einn kost eftir.  Og það er nú ekki slæmt, er það?  

En eigiði góða laaaanga helgi elskurnar.  Það er gaman að sjá hverjir eru að fylgjast með.  Maður er alltaf að sjá og heyra af einhverjum nýjum nú eða "gömlum"  Ullandi  og það er nú bara gaman af því.

Love you all   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að aðgerðin gekk vel elsku Rannveig mín. Hafðu það gott um helgina dúllan mín. Kveðja Kristín Jóna

Kristín Jóna (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 20:52

2 identicon

Frábært að þetta gekk vel, þessi læknir er nú hálfgerður "Ragnar Reykás" segir eitt í dag og annað á morgun, fljótur að skipta um skoðun:) En það er fyrir mestu að hann geti lagað þig svo þú verðir eins og ný!!!
Kv. Bogga

Sigurborg (IP-tala skráð) 3.6.2006 kl. 02:02

3 identicon

Sæl og blessuð

Ég er nú bara bjartsýn fyrir þína hönd og treysti því aðgerðin hafi virkað, lýsingarnar eru þó ekki fyrir viðkvæma, spurning um að vara við því ;), risa stór nál á kaf í augnhvarmanna.. fæ nú bara hroll!!! Vona að þú hafir það gott í sólinni í dag og eigir góða laaanga helgi.
kveðja
Sigga

Sigríður Kristjánsd (IP-tala skráð) 3.6.2006 kl. 14:07

4 identicon

Gott að þetta skuli vera búið og vissulega ástæða til bjartsýni. Vonandi sleppurðu við þessa ,,gervigangaaðgerð'' en frábært að þessi möguleiki sé fyrir hendi. Njóttu góða veðursins og bestu kveðjur til þín og þinna. Nafna.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2006 kl. 18:14

5 identicon

Gott að þetta gekk vel :) Kv. Erla

Erla (IP-tala skráð) 5.6.2006 kl. 11:44

6 identicon

Ugh, meiri hryllingssagan svona augnaðgerð. Þú getur ekki einu sinni lokað augunum til þess að sjá ekki er það? Úff ég fékk svo mikinn hroll. Fór sjálf í laser á augun en það er ekkert í líkingu við þetta sýnist mér.
Krossa fingur um að þetta takist.

kv, Dabba

Dabba (IP-tala skráð) 7.6.2006 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rannveigar

Þú ert kominn á bloggsíðuna mína. Allt sem hér er skrifað er skrifað af mér og endurspeglar ekki endilega mat þjóðarinnar.

Höfundur

Rannveig Bjarnfinnsdóttir
Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sveitakjella, móðir, eiginkona, deildarstjóri, leikskólakennari, ljón, föndrari og mikil áhugamanneskja um gamla, íslenska skemmtiþætti.  Er þakki Addi Palli og Bergþóra?  Vann ég ekki þetta tæki á basarnum? 

Netfang:  rannveig@emax.is  

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Ný könnun!!

Hvað ertu?

Nýjustu myndböndin

Dansnámskeið

Bomboleo

Heljarstökk

Nýjustu myndir

  • Vinir á El Duke
  • Á skemmtun með Ómari Ragnarssyni
  • Skvísan fyrir utan húsið okkar

Ýmsar síður

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband